Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka
Fréttir 18. ágúst 2015

Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka

Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru ósáttir við ummæli forstjóra Haga, Finns Árnasonar, sem hélt því fram í blaðagrein í Frétta­blaðinu þann 4. ágúst sl. að Bændasamtökin fengju 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Í tilkynningu sem birt var á vef sam­takanna sagði að þessi fullyrðing forstjórans væri röng. 
 
Bentu samtökin á að í fjárlög­um 2015 væri liður sem héti „Búnaðar­lagasamningur“. Fjármunirnir sem þar um ræðir renna meðal annars til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs (sem er þróunar- og nýsköpunarsjóður landbúnaðarins) búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunabaráttu bænda.
 
Bænda­sam­tök­in eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna bún­aðar­lagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnað­ar­lagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 
 
Í tilkynningu frá BÍ var bent á það að hagsmunabarátta samtaka bænda væri rekin fyrir tekjur af búnaðargjaldi sem bændur greiða sjálfir.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...