Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka
Fréttir 18. ágúst 2015

Bændur greiða sjálfir fyrir hagsmunabaráttu sinna samtaka

Forsvarsmenn Bændasamtakanna voru ósáttir við ummæli forstjóra Haga, Finns Árnasonar, sem hélt því fram í blaðagrein í Frétta­blaðinu þann 4. ágúst sl. að Bændasamtökin fengju 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Í tilkynningu sem birt var á vef sam­takanna sagði að þessi fullyrðing forstjórans væri röng. 
 
Bentu samtökin á að í fjárlög­um 2015 væri liður sem héti „Búnaðar­lagasamningur“. Fjármunirnir sem þar um ræðir renna meðal annars til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs (sem er þróunar- og nýsköpunarsjóður landbúnaðarins) búfjárræktarstarfs og fleira sem er óskylt rekstri hagsmunabaráttu bænda.
 
Bænda­sam­tök­in eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna bún­aðar­lagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnað­ar­lagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 
 
Í tilkynningu frá BÍ var bent á það að hagsmunabarátta samtaka bænda væri rekin fyrir tekjur af búnaðargjaldi sem bændur greiða sjálfir.
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...