Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. júní 2018

Bændur funda um framtíð landbúnaðar

Höfundur: TB
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benediktssonar alþingismanns og annars tveggja formanna hópsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hvanneyrarfundinum en næst var fundað á Egilsstöðum í blíðskaparveðri daginn eftir.
 
Ráðgjafarfyrirtækið KPMG kemur að vinnunni sem felst meðal annars í sviðsmyndagreiningu fyrir íslenskan landbúnað. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
 
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Næstu fundir eru á eftirfarandi stöðum í næstu viku:
 
Laugarbakki
Hótel Laugarbakki
Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
 
Akureyri, Hótel KEA
Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
 
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
 
Hella, Árhús
Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
 

 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f