Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. júní 2018

Bændur funda um framtíð landbúnaðar

Höfundur: TB
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benediktssonar alþingismanns og annars tveggja formanna hópsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hvanneyrarfundinum en næst var fundað á Egilsstöðum í blíðskaparveðri daginn eftir.
 
Ráðgjafarfyrirtækið KPMG kemur að vinnunni sem felst meðal annars í sviðsmyndagreiningu fyrir íslenskan landbúnað. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
 
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Næstu fundir eru á eftirfarandi stöðum í næstu viku:
 
Laugarbakki
Hótel Laugarbakki
Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
 
Akureyri, Hótel KEA
Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
 
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
 
Hella, Árhús
Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
 

 

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...