Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. júní 2018

Bændur funda um framtíð landbúnaðar

Höfundur: TB
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benediktssonar alþingismanns og annars tveggja formanna hópsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hvanneyrarfundinum en næst var fundað á Egilsstöðum í blíðskaparveðri daginn eftir.
 
Ráðgjafarfyrirtækið KPMG kemur að vinnunni sem felst meðal annars í sviðsmyndagreiningu fyrir íslenskan landbúnað. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
 
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Næstu fundir eru á eftirfarandi stöðum í næstu viku:
 
Laugarbakki
Hótel Laugarbakki
Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
 
Akureyri, Hótel KEA
Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
 
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
 
Hella, Árhús
Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
 

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...