Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir á Hvanneyri og bændurnir á Stakkhamri, þau Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. júní 2018

Bændur funda um framtíð landbúnaðar

Höfundur: TB
Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið á fundaferð um landið að undanförnu þar sem unnið er að mótun tillagna varðandi breytingar á búvörusamningum. Einn slíkur fundur var haldinn á Hvanneyri þriðjudaginn 29. maí undir stjórn Haraldar Benediktssonar alþingismanns og annars tveggja formanna hópsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hvanneyrarfundinum en næst var fundað á Egilsstöðum í blíðskaparveðri daginn eftir.
 
Ráðgjafarfyrirtækið KPMG kemur að vinnunni sem felst meðal annars í sviðsmyndagreiningu fyrir íslenskan landbúnað. Sviðsmyndagreining er notuð sem tæki í stefnumótun en með henni er markmiðið að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar.
 
Á fundunum munu gestir fá tækifæri til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar.
 
Næstu fundir eru á eftirfarandi stöðum í næstu viku:
 
Laugarbakki
Hótel Laugarbakki
Mánudaginn 4. júní kl. 13-15
 
Akureyri, Hótel KEA
Þriðjudaginn 5. júní kl. 13-15
 
Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð
Miðvikudaginn 6. júní kl. 13-15
 
Hella, Árhús
Fimmtudaginn 7. júní kl. 13-15
 

 

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...