Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðastliðin 5 ár. Merki eru um samdrátt í ásetningi nautkálfa en nautkálfum (yngri en 1 árs) hefur fækkað um 300 síðan í árslok 2021.

Í nýútkominni skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar land­­búnaðarins um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017–2021 kemur fram að framleiðslukostnaður á hvert kg af nautakjöti, með afskriftum og fjármagnsliðum, hafi verið 1.522 krónur árið 2021. Á meðan voru afurðatekjurnar 1.110 kr./kg.

Út af standa 412 krónur sem nautakjötsframleiðendur borguðu með framleiðslu sinni í fyrra.
Skýrsluhöfundar benda á að afkoman af nautaeldi hafi verið óviðunandi allt það tímabil sem rýnt var í, eða frá árinu 2017. Sjáist það best á því að framlegðarstig lækkar úr 38,6% í 28,3% árin 2017–2020 en hækkar árið 2021 í 36,2% með auknum stuðningi og aðhaldi í rekstrarkostnaði.

Breytilegur kostnaður lækkar

Stærsti útgjaldaliður breytilegs kostnaðar er aðkeypt fóður, sem var 236 krónur fyrir hvert framleitt kíló af nautakjöti í fyrra og hefur aldrei verið hærra. Aðrir liðir breytilegs kostnaðar hafa hins vegar lækkað síðan í fyrra.

Þannig var kostnaður vegna áburðar og sáðvöru árið 2021 alls 166 kr./kg nautakjöts en var 171 króna árið áður. Í heildina var breytilegur kostnaður 725 kr./kg árið 2021 og hefur hann lækkað um 18 kr./kg frá árinu 2020.

Ef tölur eru skalaðar upp frá kílói að skepnu, var breytilegur kostnaður á hvern sláturgrip alls 207.008 krónur árið 2021.

Bendir þetta ýmist til þess að nautakjötsframleiðendur hafi hag- rætt töluvert í sínum rekstri eða séu farnir að draga úr framleiðslu sinni.

Líkur á samdrætti í framleiðslu

Alls stunduðu um 470 bú nautakjötsframleiðslu á árinu 2021. Þar af eru um 155 bú í hreinni nautakjötsframleiðslu, þ.e.a.s. eru fyrst og fremst í kjötframleiðslu en ekki í mjólkurframleiðslu.
Um fjórðungur alls nautakjöts kemur frá hreinum nautakjöts- framleiðendum, þar af um 35% af öllu UN kjöti.

Staðan er mun alvarlegri en bændur gerðu sér grein fyrir og að sögn Guðrúnar Bjargar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Bændasamtökunum, eru margir líklegir til að minnka verulega við sig, eða jafnvel hætta í framleiðslu.

„Ef afkoman batnar ekki og hreinir nautakjötsframleiðendur gefast upp á búrekstrinum, þá megum við eiga von á því að nautakjötsframleiðsla dragist saman um 25% (ef horft er á allt kjöt) eða um 35% ef bara er horft á UN kjöt,“ segir Guðrún Björg en hún fjallar um skýrslu RML um afkomu nautakjötsframleiðenda í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...