Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændum greidd 3% uppbót á innlegg
Fréttir 24. maí 2018

Bændum greidd 3% uppbót á innlegg

Höfundur: MÞÞ

SAH Afurðir ehf. á Blönduósi hafa ákveðið að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg fyrir árið 2017. Stefnt er því að greiða uppbótina út 25. maí.

Rekstur SAH Afurða gekk betur á liðnu ári en undanfarin ár, hagnaður upp á 5,5 milljónir króna varð af rekstrinum, en félagið hefur verið rekið með tapi frá árinu 2013. „Þessi viðsnúningur kemur til vegna lækkunar afurðaverðs og mikils aðhalds og sparnaðar í rekstri félagsins sem tókst með miklum ágætum,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, eigenda SAH Afurða.  

Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir. Velta síðasta árs nam um tveimur milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að tap verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ársverk á reikningsárinu voru 52 að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði.

Verð á lambakjöti innanlands fer lækkandi

Það sem af er ári hefur SAH Afurðir flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum og allar gærur og aukaafurðir eru seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt fyrir útflytjendur og verðið óviðunandi. Verð á lambakjöti innanlands hefur  farið lækkandi. „Ástæður þess eru offramboð þar sem menn eru alltaf að ýta á undan sér birgðavanda ár frá ári og myndast þar af leiðandi gríðarleg samkeppni,“ segir Eiður.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verð á komandi sláturtíð í haust, en slátrun hefst 5. september og stendur út október. 

Skylt efni: Innlegg | SAH afurðir

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...