Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændum greidd 3% uppbót á innlegg
Fréttir 24. maí 2018

Bændum greidd 3% uppbót á innlegg

Höfundur: MÞÞ

SAH Afurðir ehf. á Blönduósi hafa ákveðið að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg fyrir árið 2017. Stefnt er því að greiða uppbótina út 25. maí.

Rekstur SAH Afurða gekk betur á liðnu ári en undanfarin ár, hagnaður upp á 5,5 milljónir króna varð af rekstrinum, en félagið hefur verið rekið með tapi frá árinu 2013. „Þessi viðsnúningur kemur til vegna lækkunar afurðaverðs og mikils aðhalds og sparnaðar í rekstri félagsins sem tókst með miklum ágætum,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, eigenda SAH Afurða.  

Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir. Velta síðasta árs nam um tveimur milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að tap verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ársverk á reikningsárinu voru 52 að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði.

Verð á lambakjöti innanlands fer lækkandi

Það sem af er ári hefur SAH Afurðir flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum og allar gærur og aukaafurðir eru seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt fyrir útflytjendur og verðið óviðunandi. Verð á lambakjöti innanlands hefur  farið lækkandi. „Ástæður þess eru offramboð þar sem menn eru alltaf að ýta á undan sér birgðavanda ár frá ári og myndast þar af leiðandi gríðarleg samkeppni,“ segir Eiður.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verð á komandi sláturtíð í haust, en slátrun hefst 5. september og stendur út október. 

Skylt efni: Innlegg | SAH afurðir

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...