Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændasamtökin fara fram á þriggja ára aðlögunartíma
Mynd / Bbl.
Fréttir 13. maí 2019

Bændasamtökin fara fram á þriggja ára aðlögunartíma

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökin fara fram á það að gildistöku laga, sem heimilar m.a. innflutning á hráu ófrosnu kjöti og ferskum eggjum, verði frestað í að minnsta kosti þrjú ár. Þau telja að undirbúningur fyrir breytingarnar sé ekki nægur og nauðsynlegt sé að tryggja fjármögnun þeirra mótvægisaðgerða sem ráðherra hefur lagt til. Þá leggja samtökin til að fylgst verði með sýklalyfjaónæmi í matvælum og markaðssetning þeirra gerð óheimil ef ónæmar bakteríur greinast í þeim.

Lagafrumvarp sem heimilar innflutning á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bændasamtök Íslands hafa í umsögnum sínum og umfjöllun um málið lagst gegn samþykkt þess. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt aðgerðaáætlun í fimmtán liðum sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Óraunhæft að koma aðgerðaáætlun í verk fyrir 1. september

Í fréttatilkynningu frá BÍ segir að nú, þegar stefnir í afgreiðslu málsins, sé ljóst að óraunhæft er með öllu að aðgerðaáætlun ráðherra hafi einhver raunveruleg áhrif fyrir gildistöku laganna sem áætluð er 1. september næstkomandi. "Mikil vinna er eftir til þess að útfæra og innleiða tillögur sem þar er að finna og jafnframt á eftir að svara veigamiklum spurningum um fjármögnun sem ekki liggur fyrir," segir í tilkynningunni.

Þriggja ára frestun og aukið eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum

Í ljósi stöðu málsins fara Bændasamtökin fram á að gildistöku laganna verði frestað í að minnsta kosti þrjú ár og um leið að gripið verði til ákveðinna aðgerða til að lágmarka það tjón sem hlotist getur af. Í fyrsta lagi að tryggja fjármögnun og framkvæmd þeirra mótvægisaðgerða sem ráðherra hefur lagt til. Í öðru lagi er nauðsynlegt er að þar til bærri stofnun verði á aðlögunartíma falið að gera greiningarmörk vegna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum (þ.á m. kjöti og grænmeti) og að markaðssetning á afurðum sem í ræktast sýklalyfjaónæmar bakteríur verði gerð óheimil. Ljóst er að skilgreint og aukið fjármagn þarf í þá vinnu og eftirlit. Að öðru leyti þarf að fara í stórátak til að draga úr eða stöðva aukningu á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmi í landbúnaðarafurðum.

Auðvelt að glata sérstöðu okkar

Rök Bændasamtakanna gegn innflutningi á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk hafa komið fram í ræðu og riti undanfarin misseri. Þau benda á að samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar gagnvart erlendri framleiðslu geti ekki talist jöfn og að greinin búi yfir ýmiss konar sérstöðu sem auðvelt er að glata. "Sérfræðingar hafa bent á að afnám takmarkana á innflutningi, svo sem frystiskyldu, muni þýða verulega aukna áhættu á ýmsum sviðum fyrir heilsu manna og dýra. Matarsýkingum fjölgi og meiri hætta verði á að hingað berist bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum."

Bændasamtökin segja í lok tilkynningar sinnar að vilji Alþingi sýna ábyrgð gagnvart íslenskum landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu verði að fresta gildistöku laganna til að aðgerðir ráðherra hafi í það minnsta möguleika á að hafa áhrif.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...