Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændafundir BÍ um allt land í næstu viku
Mynd / BBL
Fréttir 11. janúar 2018

Bændafundir BÍ um allt land í næstu viku

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Forystufólk Bændasamtaka Íslands heldur til fundar við bændur nú í upphafi árs. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið í næstu viku. Fundirnir hefjast á þriðjudaginn kemur. Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins verða með í för og ræða um framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu. 
 
Að sögn Sindra Sigurgeirssonar, formanns BÍ, er af mörgu að taka. Rætt verður um stöðuna í landbúnaðinum og farið vítt yfir sviðið. Árið 2017 var fyrsta ár nýrra búvörusamninga og fyrir liggur fyrsta endurskoðun þeirra. Þá er nýlegur dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og eggjum bændum umhugsunarefni og ljóst að því máli er hvergi nærri lokið. Sindri segir að viðfangsefni næstu missera verði áfram þau að bæta hag bænda og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina. Hann segir mikilvægt fyrir bændastéttina að standa saman og að rödd hennar hljómi sem víðast og sterkast. „Við verðum að gæta hagsmuna landbúnaðarins og þess vegna rekum við öflug Bændasamtök,“ segir Sindri í bréfi til félagsmanna sem birt er í nýju Bændablaði.
 
Hádegis- og kvöldfundir
 
Fundirnir hefjast í hádeginu kl. 12.00  þriðjudaginn 16. janúar með fundum á Ísafirði, Kópaskeri og Egilsstöðum. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verða fundir í Kjós, Breiðamýri og Berufirði. Í hádeginu á miðvikudag 17. janúar verða fundir á Blönduósi, í Eyjafirði og í Hornafirði. Kvöldfundir á miðvikudag verða í Skagafirði, á Ströndum og á Kirkjubæjarklaustri. Í hádeginu á fimmtudag verða fundir á Snæfellsnesi, í Heimalandi og á Barðaströnd. Fundalotunni lýkur með kvöldfundum í Dölum, á Hvanneyri og í Þingborg í Flóa.
 
Allir félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru velkomnir á fundina.
 
Fundarstaður Dagsetning   Tími Svæði
Hótel Ísafjörður 16. janúar þri. 12.00 Ísafjörður
Fjallalamb 16. janúar þri. 12.00 Kópasker
Hótel Icelandair 16. janúar þri. 12.00 Egilsstaðir
Ásgarður 16. janúar þri. 20.30 Kjós
Breiðamýri 16. janúar þri. 20.30 S-Þingeyjarsýsla
Karlsstaðir 16. janúar þri. 20.30 Berufjörður
Félagsheimilið 17. janúar mið. 12.00 Blönduós
Hlíðarbær 17. janúar mið. 12.00 Eyjafjörður
Mánagarður 17. janúar mið. 12.00 Hornafjörður
Langamýri 17. janúar mið. 20.30 Skagafjörður
Sævangur 17. janúar mið. 20.30 Strandir
Kirkjuhvoll 17. janúar mið. 20.30 Kirkjubæjarklaustur
Breiðablik 18. janúar fim. 12.00 Snæfellsnes
Heimaland 18. janúar fim. 12.00 Rangárvallasýsla
Birkimelur 18. janúar fim. 12.00 Barðaströnd
Dalabúð 18. janúar fim. 20.30 Dalir
Matsalur LbhÍ 18. janúar fim. 20.30 Hvanneyri
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...