Bændablaðið óskar eftir upplýsingum um réttardaga
Undanfarin ár hefur Bændablaðið tekið saman og birt lista yfir réttardaga í helstu fjár- og stóðréttum landsins að hausti. Upplýsingarnar hafa notið vinsælda og verið mikið nýttar, ekki síst af aðilum í ferðaþjónustu og af almenningi sem sækist eftir því að fylgjast með réttum.
Bændablaðið óskar eftir því að fjallskilastjórar og forráðamenn sveitarfélaga, auk annarra sem hafa öruggar upplýsingar um réttahald í haust, sendi upplýsingar þar að lútandi á netfangið tjorvi@bondi.is eða hringi í síma 563-0300 sem fyrst.
Réttalistinn verður birtur í Bændablaðinu sem kemur út 24. ágúst.