Bændablaðið er þriðja mest lesna blað landsins
Höfundur: smh
Bændablaðið er orðið þriðja mest lesna blað landsins, á eftir Fréttablaðinu og Fréttatímanum. Fleiri lesa Bændablaðið en Morgunblaðið samkvæmt nýjustu lestrarkönnun Capacent.
Fréttablaðið les 53,18 prósent landsmanna og hefur lesturinn dregist saman síðustu ár, náði 65 prósentum árin 2007 og 2008 en fór undir 60 prósent árið 2012. Fréttatímann les 38,2 prósent og 30,6 prósent lesa Bændablaðið og liggur hlutfallið upp á við. Raunar er Bændablaðið eina fríblaðið þar sem hlutfallið hefur legið stöðugt upp á við síðasta árið.
Þá kemur Morgunblaðið með 28,8 prósent lestur og hefur hann aldrei mælst minni, 10,1 prósent lesa Viðskiptablaðið og 10,0 prósent DV.