Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir á báti undir vestfirskri fjallshlíð. Hún er bæði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og gangna- og réttarstjóri á svæðinu frá Fjallaskaga að Alviðru.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir á báti undir vestfirskri fjallshlíð. Hún er bæði bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og gangna- og réttarstjóri á svæðinu frá Fjallaskaga að Alviðru.
Mynd / aðsend
Fréttir 5. september 2025

Bæjarstjórinn gangna- og réttastjóri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á fjallskilaseðli Ísafjarðarbæjar má sjá að gangna- og réttastjórinn á svæði í Dýrafirði sem nær frá Fjallaskaga að Alviðru er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sem jafnframt er bæjarstjóri sveitarfélagsins.

„Þetta kemur til af því að það vantar fólk,“ segir Sigríður aðspurð um málið. Forveri hennar gegndi þessari stöðu áður og samkvæmt hennar bestu vitund er þetta þriðja árið þar sem þetta hlutverk fellur í hendur bæjarstjórans.

„Það fylgja því auðvitað miklar áskoranir að smala stór og dreifbýl svæði. Hérna fyrir vestan eru margir bændur sem þurfa að taka allt að fimmtán daga í smalamennskur,“ segir hún. Sauðfjárbændum hafi fækkað og því þurfi hver og einn að sinna miklu landflæmi. Hún telur að með þessu áframhaldi geti þurft að horfa á hvaða leiðir geti einfaldað hlutina í smalamennskum. „Flestir bændur á Vestfjörðum eru að reiða sig á utanaðkomandi aðstoð við smölun og eru mörg önnur svæði á landinu í sömu sporum.“

Fjallshlíðin innan við Fjallaskaga er mjög erfið yfirferðar og gerir Sigríður ráð fyrir að samið verði við Björgunarsveit Þingeyrar um að smala. Fyrri leitir verða helgina 20. og 21. september og segir Sigríður ekki ósennilegt að hún verði á svæðinu, þó hún geri ekki ráð fyrir að taka með sér talstöð til að segja gangnamönnum fyrir verkum.

„Mér finnst þetta mjög virðulegt heiti,“ segir Sigríður aðspurð um hvernig það leggist í hana að bera þennan titil, en ekki sé sjálfsagt að hlutverkið falli aftur í hennar skaut. „Við erum að sigla inn í kosningavetur og það verður kosið næsta vor. Þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f