Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ólafur Tómas Guðbjartsson á veiði­slóðum fyrir vestan.
Ólafur Tómas Guðbjartsson á veiði­slóðum fyrir vestan.
Í deiglunni 13. ágúst 2019

Báðar tóku bleikjurnar Krókinn

Höfundur: Gunnar Bender
,,Ég skrapp á Vestfirði á dögunum og veiddi nokkur af þeim svæðum sem eru inni á Veiðikortinu,“ sagði  Ólafur Tómas Guðbjartsson í samtali en hann er duglegur að koma sér að veiða víða um landið og renna fyrir fisk. ,,Af þeim svæðum sem ég fór á voru það kannski tvö sem stóðu upp úr, ekki bara veiðilega, heldur hvað fegurð varðar. 
 
Ólafur
Fyrst ber að nefna Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði. Þangað hef ég reyndar komið nokkrum sinnum og er alltaf jafn ánægður með ferðina. Í þetta sinn veiddi ég þar sem Vatnsdalsáin efri rennur í vatnið sjálft, en þar myndast tveir taumar langt út í vatn. Bleikjan heldur sig við enda þeirra og kemur síðan ofar í hvorn straumtauminn er nær dregur kvöldi. Ég lét mér nægja að hirða tvær bleikjur af veiðinni þar. Báðar fallegar staðbundnar í stærðunum 48 cm og 50 cm. En því miður kom það síðan í ljós að þær voru báðar illa farnar af bandormi og komnar með samgróinn maga. Ég varð ekki var við að mikið af sjóbleikju væri komin inn, en ég staldraði þó stutt við,“ sagði Ólafur Tómas.
 
Sauðlauksvatn með þeim skemmtilegri
 
„Því næst ber að nefna Sauðlauksdalsvatn. Vatnið er eitt af þeim skemmtilegri sem ég hef veitt. Harður gulur sandbotn alla leið að dýptarskilum og virkilega sprækur fiskur. Ég veiddi þangað til mér fannst ég hafa veitt nóg, enda hentar vatnið kannski ekki vel til þess að veiða og sleppa, þar sem fiskurinn, bæði urriðinn og bleikjan, keyrðu sig gjörsamlega út í bardögunum. Ég sá einn sjóbirting stökkva þar, sem var gaman, þó ég hafi ekki fengið hann til þess að taka.
 
En Vestfirðir, sá hluti sem ég heimsótti, er kannski svæði sem maður gleymir oft þegar kemur að fínustu svæðum til veiða. Þarna eru fjölmörg vötn, bæði innan Veiðikortsins sem og utan þess og náttúrufegurðin einstök.“
 
Meðfylgjandi mynd er af bleikjunum í Vatnsdalnum. „Ég notaði kajakinn aðeins til þess að dóla mér um vatnið, en veiddi bleikjurnar frá landi. Báðar tóku þær fluguna Krókinn nr. 14 andstreymis,“ sagði Ólafur í lokin.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...