Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áveituappið Insights
Fréttir 4. október 2023

Áveituappið Insights

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Fyrir þá bændur sem eru hrifnir af smáforritum er rétt að kynna til sögunnar eitt slíkt sem ber nafnið Insights by Prospera.

Með notkun þess fá notendur yfirsýn yfir ýmis vandamál á borð við ofvökvun, eða ef vökvun skortir. Má sjá stíflur eða leka auk þess sem með myndum í afar hárri upplausn er hægt að hafa yfirlit yfir ræktunina í heild.

Nærmyndir af plöntum greina í tæka tíð skemmdir á uppskeru, en Insights forritið býður upp á nákvæmar skýrslur yfir möguleg meindýr, sjúkdóma í plöntum, ofvöxt, næringarskort og þar fram eftir götunum. Skiptist forritið í tvenns konar undirkafla, kallaða Irrigation Insights og Plant Insight, sem fara yfir stöðu á áveitu annars vegar og plöntum hins vegar.

Mikill hagur fyrir hagann

Er þarna um afar hagkvæma og skilvirka yfirsýn að ræða sem gerir bændum kleift að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir fyrr en ella. Vilja hönnuðir Insights by Prospera meina að þarna sé hagur í bæði tímasparnaði og minni fjárútlátum enda veiti forritið notendum nákvæmari upplýsingar en þeir myndu greina sjálfir og mun fyrr en ella. Segir talsmaður fyrirtækisins að „með því að horfa á akrana í gegnum gervihnött getur bóndi sem notar Irrigation Insights greint áveituvandamál sem erfitt er að sjá á jörðu niðri með berum augum.

Afgreitt vandamálið mun hraðar og áður en það skemmir meira út frá sér. Vikulegar skýrslur geri kleift að sjá þróun vaxtar á ökrum svo hægt sé að framkvæma árangursríkustu meðferðirnar á skilvirkan hátt – sparað þúsundir í aðföngum og launakostnaði.“

Vilt þú stela hugmyndinni?

Hefur smáforritið enn sem komið er ekki gagnast íslenskum bændum. Það er þó rétt að taka fram fyrir bændur utan landsteinanna að á forritinu er tveggja ára ábyrgð innifalin, sem felur í sér viðgerðarkostnað, varahluti og vinnu, uppsetningu á vélbúnaði auk þess sem hugbúnaðaráskrift er innifalin á fyrsta ári þjónustunnar.

Geta neytendur valið að endurnýja áskriftina árlega eða á því ári sem þeir kjósa að fá yfirsýn yfir akra sína.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...