Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra.
Fréttir 5. apríl 2019

Ávarp landbúnaðarráðherra á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra ávarpaði aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda fimmtudaginn 4. apríl síðastliðinn. Í ávarpi sínu kom Kristján meðal annars inn á breyt starfsskilyrði í sauðfjárrækt og ánægju sína með hvernig til tókst með endurskoðun sauðfjársamningsins.

Kristján vék einnig máli sínu að hráa kjöts frumvarpinu svokallaða eða frumvarpi um innflutning á meðal annars ófrystu kjöti sem hann hefur lagt fyrir Alþingi og að loftslagsvænni landbúnaði.

Aðgerðaráætlun vegna innflutnings á hráu kjöt

„Hér í dag ætla ég ekki að fara yfir forsögu þessa máls – hana þekkið þið mætavel. Þetta tækifæri vil ég hins vegar nýta til að fara yfir aðgerðaáætlun sem lögð verður fram samhliða framlagningu frumvarpsins á Alþingi og miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Í aðgerðaáætluninni sem kynnt var þegar frumvarpið fór í samráðsgátt voru 12 aðgerðir. Meðal annars um viðbótartryggingar vegna kjúklinga- og kalkúnakjöts og eggja, ráðstafanir varðandi kampýlóbakter, áhættumatsnefnd og fræðslu til ferðamanna. Eftir fundi mína um allt land og eftir yfirferð þeirra umsagna sem komu í samráðsgátt hef ég ákveðið að bæta þremur aðgerðum við þessa áætlun og vil ég nýta þetta tækifæri til að fara yfir þær.

Í fyrsta lagi kemur núna skýrlega fram að óskað verður eftir viðbótartryggingum vegna svína- og nautakjöts en vinna við þetta er nú í forgangi hjá Matvælastofnun. Þessu atriði fylgdi ég sérstaklega eftir á fundi mínum með Eftirlitsstofnun EFTA í síðustu viku.

Í öðru lagi er bætt við aðgerðaáætlunina að þróun tollverndar og greining á stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi verði tekin til sérstakrar skoðunar. Þetta er í samræmi við tillögu sem kom fram í skýrslu starfshóps um tollasamning og nýjar aðbúnaðarreglugerðir sem skilað var til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2016. Sú vinna sem ætlum að leggja í gengur raunar lengra, enda tekur hún einnig til skoðunar þróun tollverndar.

Loks er í þriðja lagi verið að bregðast við ábendingum sem fram komu um að ekki sé til staðar tryggingasjóður sem bændur gætu leitað til vegna mögulegs tjóns á búfé. Í því samhengi er rétt að árétta það sem fram kemur í ráðgjöf yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis vegna frumvarpsins en þau telja að afnám frystiskyldunnar muni hafa lítil áhrif á dýrasjúkdóma hér á landi og aðgerðaáætlunin muni minnka áhættuna. Þrátt fyrir það hyggst ráðuneytið taka til skoðunar hvort forsendur séu fyrir því að slíkur sjóður verði settur á fót.

Með þessum aðgerðum er verið að bregðast við þeim ábendingum sem fram hafa komið og ég vonast eftir uppbyggilegu samstarfi við bændur um framgang þessara aðgerða sem annarra enda felast í þeim mikil tækifæri.

Ég segi hins vegar við ykkur að í þessu máli snýr stærsta verkefnið að því að draga fram óumdeilda kosti innlendrar matvælaframleiðslu umfram það sem innflutt er og stuðla þannig að því að íslenskar vörur verði fyrsti kostur allra neytenda. Við snúum þannig vörn í sókn. Ég er sannfærður um að með samstilltu átaki stjórnvalda og bænda mun þetta takast. Það mun ekki stranda á stjórnvöldum í þeirri baráttu. Þarna er tækifæri til þess að gera mun betur en nú er gert, tækifæri til þess að gera framleiðsluna okkar hærra undir höfði.

Í þessu sambandi vil ég minnast á verkefni sem ráðuneyti mitt mun setja í algjöran forgang næsta árið að minnsta kosti. Það snýr að átaki um betri merkingar matvæla en líkt og þið vitið var í síðasta mánuði undirritað samkomulag milli mín, Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif þeirra. Nú þegar hefur átt sér stað ákveðin vinna í mínu ráðuneyti varðandi hina svokölluðu Finnsku leið og mun því verða fylgt eftir í samráðshópnum. Allt er þetta í samræmi við sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þá má nefna hér að ég hef fengið Oddný Önnu Björnsdóttur, sem mörg ykkar kannist við, til að leiða þetta verkefni og mun hún koma í tímabundið starf hjá ráðuneytinu vegna þessa. Þá mun samráðshópurinn hafa sérstakan starfsmann. Samandregið segi ég við ykkur: þessu verkefni verður fylgt eftir af fullum þunga.

Öllum er okkur ljós sú ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Stjórnvöld hafa undanfarið lagt ríka áherslu á þennan málaflokk og hefur Matvælastofnun fengið fjárheimildir til vöktunar sýklalyfjaónæmis í matvælum og dýrum. Fréttir frá því í síðasta mánuði úr skýrslu Matvælastofnunar eru önnur áminning um þessa hættu en þar kemur meðal annars fram að sýklalyfjaónæmar bakteríur hafi greinst í íslensku sauðfé. Við höfum fram til þessa lifað í þeirri trú að ekkert væri athugunarvert í íslensku búfénaði og ástæðan fyrir því er einföld – svo lengi sem ekki er leitað að þá finnst ekkert.

Umræðan um sýklalyfjaónæmi hefur helst verið rædd í því samhengi að núgildandi frystiskylda sé einhvers konar vopn í þeirri baráttu. Ég tek undir þau orð yfirdýralæknis í fjölmiðlum í síðasta mánuði að sú umræða hafi verið á miklum villigötum enda hefur frystiskyldan hefur engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. Því breyti engu hvort kjöt sé ferskt eða frosið með tilliti til sýklalyfjaónæmis.

Varðandi þá vinnu sem nú stendur yfir í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería vil ég nefna að sem heilbrigðisráðherra, árið 2016, tók ég þá ákvörðun að skipa starfshóp sem hafði það hlutverk að koma með tillögur að eftirliti með sýklum og sýklalyfjaónæmi í ferskum matvælum. Tillögum starfshópsins var ætlað að leggja lóð á vogarskálarnar við að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi.

Árið 2017 skilaði starfshópurinn til þáverandi heilbrigðisráðherra tíu tillögum að aðgerðum sem miðuðu að því að hefta útbreiðslu sýklalyfjaónæmi. Í síðasta mánuði undirrituðu síðan ég og heilbrigðisráðherra yfirlýsingu þess efnis að þær tillögur marka nú opinbera stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki. Sem sagt – Íslensk stjórnvöld eru nú komin með opinbera stefna í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Það er í mínum huga mjög stórt en um leið mjög tímabært skref. Stýrihópur beggja ráðuneyta mun hafa það hlutverk að framfylgja þeirri stefnu og hefur hann þegar fundað fjórum sinnum.“

Loftslagsvænni landbúnaður

Að lokum beindi Kristján máli sínu að samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað.

„Í lok janúar síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu okkar umhverfisráðherra um ramma að samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um slíkt verkefni. Samþykkt var að verkefnið yrði þróað á árinu og framkvæmd þess falin Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðsluna, Skógræktina og sauðfjárbændur. Í verkefninu felst að þróuð verður heildstæð ráðgjöf og fræðsla fyrir bændur um hvernig þeir geta dregið úr losun og aukið bindingu á búum sínum. Gert er ráð fyrir að bændur vinni áætlanir fyrir bú sín þar sem tilteknar eru aðgerðir sem m.a. geta falist í samdrætti í losun frá búrekstri og landi og/eða bindingu kolefnis. Stefnt er að fullri innleiðingu verkefnisins árið 2020.“

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...