Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Austurlamb að hætta?
Fréttir 3. júlí 2014

Austurlamb að hætta?

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Óvissa ríkir um áframhaldandi starfsemi Austurlambs ehf. sökum þess að ekki er lengur fyrir hendi vottuð kjötvinnsla á Austurlandi sem getur sinnt úrvinnslu afurða. Þá hefur umsjónarmaður verkefnisins ekki lengur tök á að sinna verkefninu vegna breyttra aðstæðna og ekki hefur verið fundinn annar í hans stað.

Austurlamb var stofnað árið 2007 og tók yfir söluverkefni sem sláturfélag Austurlands hafði sinnt, það er sala sauðfjárbænda á afurðum sínum beint til neytenda. Neytendur sem keypt hafa lambakjöt í gegnum Austurlamb hafa getað keypt upprunamerkt kjöt beint af framleiðendum á nokkrum bæjum á Austurlandi. Sex framleiðendur buðu lambakjöt til sölu síðasta haust en fleiri framleiðendur hafa í gegnum tíðina tekið þátt í verkefninu sem allt í allt hefur staðið í tæp tólf ár.

Sláturfélag Austurlands, sem rak kjötvinnsluna Snæfell á Egilsstöðum, var úrskurðað gjaldþrota síðasta haust og þar með var kjötvinnslunni lokað. Því er ekki lengur aðstaða til vinnslu og pökkunar á Héraði.
Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli á Jökuldal er einn þeirra sem selt hafa kjöt í gegnum Austurlamb. Hann segir að ljóst sé að kalla þurfi saman félagsfund í sumar til að ákveða hvert framhaldið verði. Lokun Snæfells hafi ákveðin vandamál í för með sér. „Við getum auðvitað leyst þetta samt. Ég veit að einn aðili, sem reyndar var komin út úr þessu formlega samstarfi okkar, hefur fengið Norðlenska til að saga og pakka fyrir sig. Ég á fastlega von á því að Sláturfélag Vopnfirðinga myndi gera það líka ef í það færi en hluti af þeim bændum sem eru í verkefninu slátra þar en aðrir hjá Norðlenska á Vopnafirði.“

Hyggst kanna hug sinna viðskiptavina

Aðalsteinn hefur tekið þátt í Austurlambsverkefninu frá upphafi. Hann segir að ef verkefnið mynd detta upp fyrir þá myndi það ekki breyta afsetningu á hans afurðum. „Ég hef verið með innan við 10 prósent af framleiðslunni í þessu og get lagt inn allt hjá Norðlenska þannig að það mun ekki breyta miklu.“ Aðalsteinn segir að hann telji að um tíu prósent hærra verð hafi fengist fyrir lambsskrokkinn í gegnum Austurlamb heldur en fengist hafi fyrir hann á venjulegu afurðastöðvaverði og auk þess hafi fallið til afurðir sem ekki hafi farið í sölu. Það hafi því verið búbót en verkefnið hafi ekki vaxið með þeim krafti sem til hafi þurft svo að það hafi skipt sköpum í rekstri búsins. Aðalsteinn segir að hann muni hafa samband við sína viðskiptavini og kanna hug þeirra hvað varðar kaup á kjöti í haust, fari svo að ekki verði framhald á starfi Austurlambs.

Þorsteinn Bergsson á Unaósi er formaður stjórnar Austurlambs. Hann var staddur í erlendis og ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...