Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Austurlamb að hætta?
Fréttir 3. júlí 2014

Austurlamb að hætta?

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Óvissa ríkir um áframhaldandi starfsemi Austurlambs ehf. sökum þess að ekki er lengur fyrir hendi vottuð kjötvinnsla á Austurlandi sem getur sinnt úrvinnslu afurða. Þá hefur umsjónarmaður verkefnisins ekki lengur tök á að sinna verkefninu vegna breyttra aðstæðna og ekki hefur verið fundinn annar í hans stað.

Austurlamb var stofnað árið 2007 og tók yfir söluverkefni sem sláturfélag Austurlands hafði sinnt, það er sala sauðfjárbænda á afurðum sínum beint til neytenda. Neytendur sem keypt hafa lambakjöt í gegnum Austurlamb hafa getað keypt upprunamerkt kjöt beint af framleiðendum á nokkrum bæjum á Austurlandi. Sex framleiðendur buðu lambakjöt til sölu síðasta haust en fleiri framleiðendur hafa í gegnum tíðina tekið þátt í verkefninu sem allt í allt hefur staðið í tæp tólf ár.

Sláturfélag Austurlands, sem rak kjötvinnsluna Snæfell á Egilsstöðum, var úrskurðað gjaldþrota síðasta haust og þar með var kjötvinnslunni lokað. Því er ekki lengur aðstaða til vinnslu og pökkunar á Héraði.
Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli á Jökuldal er einn þeirra sem selt hafa kjöt í gegnum Austurlamb. Hann segir að ljóst sé að kalla þurfi saman félagsfund í sumar til að ákveða hvert framhaldið verði. Lokun Snæfells hafi ákveðin vandamál í för með sér. „Við getum auðvitað leyst þetta samt. Ég veit að einn aðili, sem reyndar var komin út úr þessu formlega samstarfi okkar, hefur fengið Norðlenska til að saga og pakka fyrir sig. Ég á fastlega von á því að Sláturfélag Vopnfirðinga myndi gera það líka ef í það færi en hluti af þeim bændum sem eru í verkefninu slátra þar en aðrir hjá Norðlenska á Vopnafirði.“

Hyggst kanna hug sinna viðskiptavina

Aðalsteinn hefur tekið þátt í Austurlambsverkefninu frá upphafi. Hann segir að ef verkefnið mynd detta upp fyrir þá myndi það ekki breyta afsetningu á hans afurðum. „Ég hef verið með innan við 10 prósent af framleiðslunni í þessu og get lagt inn allt hjá Norðlenska þannig að það mun ekki breyta miklu.“ Aðalsteinn segir að hann telji að um tíu prósent hærra verð hafi fengist fyrir lambsskrokkinn í gegnum Austurlamb heldur en fengist hafi fyrir hann á venjulegu afurðastöðvaverði og auk þess hafi fallið til afurðir sem ekki hafi farið í sölu. Það hafi því verið búbót en verkefnið hafi ekki vaxið með þeim krafti sem til hafi þurft svo að það hafi skipt sköpum í rekstri búsins. Aðalsteinn segir að hann muni hafa samband við sína viðskiptavini og kanna hug þeirra hvað varðar kaup á kjöti í haust, fari svo að ekki verði framhald á starfi Austurlambs.

Þorsteinn Bergsson á Unaósi er formaður stjórnar Austurlambs. Hann var staddur í erlendis og ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...