Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Austurhlíð
Bærinn okkar 10. mars 2016

Austurhlíð

Bergur keypti jörðina af afa sínum, Guðgeiri Sumarliðasyni, í janúar 2015. Lúcía kom svo að Austurhlíð í nóvember. Þegar Bergur tók við voru eingöngu kýr á bænum, en hann flutti svo kindur frá Borgarfelli að Austurhlíð um vorið. 
 
Býli:  Austurhlíð í Skaftártungu, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Staðsett í sveit:  Framarlega í Skaftártungu, Skaftárhreppi.
 
Ábúendur: Bergur Sigfússon, fæddur 1994, og Lúcía Jóna Sigurbjörnsdóttir, fædd 1995.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við erum nú bara tvö ennþá, með tíkurnar Tátu og Blesu.
 
Stærð jarðar?  Um 380 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 27 kýr ásamt öðrum nautgripum og 80 vetrarfóðraðar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Dagurinn byrjar á mjöltum og öðrum gegningum, svo er nú bara árstíðabundið hvað verið er að gera milli mjalta.Vinnudagurinn endar svo á því að gefa í fjósið fyrir svefninn. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru nú öll bústörf skemmtileg ef vel gengur, en leiðinlegast af öllu eru flórsköfuviðgerðir.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri kýr, þá á líka að vera búið að stækka og bæta aðstöðu í fjósinu. Eins á að fjölga fénu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum þau í ágætum höndum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spöðunum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að markaðssetja þurfi íslenskar búvörur sem gæðavöru og selja á háu verði.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambafille.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu kindurnar komu að Austurhlíð, en hér höfðu ekki verið kindur í tæp 30 ár.

4 myndir:

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...