Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Austurhlíð
Bóndinn 10. mars 2016

Austurhlíð

Bergur keypti jörðina af afa sínum, Guðgeiri Sumarliðasyni, í janúar 2015. Lúcía kom svo að Austurhlíð í nóvember. Þegar Bergur tók við voru eingöngu kýr á bænum, en hann flutti svo kindur frá Borgarfelli að Austurhlíð um vorið. 
 
Býli:  Austurhlíð í Skaftártungu, Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Staðsett í sveit:  Framarlega í Skaftártungu, Skaftárhreppi.
 
Ábúendur: Bergur Sigfússon, fæddur 1994, og Lúcía Jóna Sigurbjörnsdóttir, fædd 1995.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við erum nú bara tvö ennþá, með tíkurnar Tátu og Blesu.
 
Stærð jarðar?  Um 380 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 27 kýr ásamt öðrum nautgripum og 80 vetrarfóðraðar kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Dagurinn byrjar á mjöltum og öðrum gegningum, svo er nú bara árstíðabundið hvað verið er að gera milli mjalta.Vinnudagurinn endar svo á því að gefa í fjósið fyrir svefninn. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru nú öll bústörf skemmtileg ef vel gengur, en leiðinlegast af öllu eru flórsköfuviðgerðir.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri kýr, þá á líka að vera búið að stækka og bæta aðstöðu í fjósinu. Eins á að fjölga fénu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum þau í ágætum höndum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spöðunum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að markaðssetja þurfi íslenskar búvörur sem gæðavöru og selja á háu verði.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambafille.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu kindurnar komu að Austurhlíð, en hér höfðu ekki verið kindur í tæp 30 ár.

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...