Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarðarhólfs og Vesturlandshólfs hafa verið hækkaðar en verður rúmum 40 milljónum króna úthlutað til viðhalds varnarlína í ár.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks.

Matvælaráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr. Kemur það í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfjarðarhólfi og er fjármagninu ætlað að vera nýtt til að skipta út verst förnu hlutum girðinga á línunum og gera þær vel fjárheldar.

Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína í ár nemur 40.150.000 króna að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um varnarlínu sauðfjársjúkdóma. Er þeim kostnaði skipt niður á viðhald þrettán varnarlína.

„Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald þeirra. Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra. Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum. Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig.

Hvammsfjarðarlína nær úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns en Tvídægrulína liggur úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla.

Í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar kemur fram hver kostnaður hefur verið fyrir viðhald varnarlína frá árinu 2018– 2022 eftir einstökum varnarlínum og heildarraunkostnaður við viðhald þeirra. Sést þar að raunkostnaður var ávallt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Einnig má í svari matvælaráðherra finna heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta. Þeir voru 271 talsins. Þar sést að í fyrra voru flestir línubrjótar skráðir við Hvítár- línu, 38 talsins, en næstflestir við Miðfjarðarlínu, 23 talsins. Alls voru 17 línubrjótar skráðir við Tvídægrulínu og 15 við Hvammsfjarðarlínu.

Skylt efni: varnarlínur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...