Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarðarhólfs og Vesturlandshólfs hafa verið hækkaðar en verður rúmum 40 milljónum króna úthlutað til viðhalds varnarlína í ár.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks.

Matvælaráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr. Kemur það í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfjarðarhólfi og er fjármagninu ætlað að vera nýtt til að skipta út verst förnu hlutum girðinga á línunum og gera þær vel fjárheldar.

Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína í ár nemur 40.150.000 króna að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um varnarlínu sauðfjársjúkdóma. Er þeim kostnaði skipt niður á viðhald þrettán varnarlína.

„Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald þeirra. Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra. Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum. Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig.

Hvammsfjarðarlína nær úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns en Tvídægrulína liggur úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla.

Í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar kemur fram hver kostnaður hefur verið fyrir viðhald varnarlína frá árinu 2018– 2022 eftir einstökum varnarlínum og heildarraunkostnaður við viðhald þeirra. Sést þar að raunkostnaður var ávallt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Einnig má í svari matvælaráðherra finna heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta. Þeir voru 271 talsins. Þar sést að í fyrra voru flestir línubrjótar skráðir við Hvítár- línu, 38 talsins, en næstflestir við Miðfjarðarlínu, 23 talsins. Alls voru 17 línubrjótar skráðir við Tvídægrulínu og 15 við Hvammsfjarðarlínu.

Skylt efni: varnarlínur

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...