Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunnar fjórfaldaðist útflutningur á reiðhestum frá 2017 til 2021 en útflutningur minnkaði síðan um helming árið þar á eftir. Samtals voru flutt út tæplega 1500 hross árið 2024 og þar af hátt í 700 reiðhestar.

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar hefur mest verið flutt út af hestum til undaneldis undanfarin ár en þó hefur útflutningur á reiðhestum aukist hlutfallslega meira. Þannig voru flutt út tæplega 1700 reiðhestar árið 2021 en 1330 hestar til undaneldis. Árin þar á eftir er hlutfallið nokkuð svipað en árið 2024 voru flutt inn 669 reiðhross og 707 hestar til undaneldis.

Langflest hross eru flutt út til Þýskalands og á það bæði við um hesta til undaneldis sem og reiðhesta. Þannig voru rétt innan við helmingur reiðhesta fluttir út til Þýskalands árið 2024. Ríflega 20% reiðhesta voru fluttir út til Norðurlandanna, þ.e. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, 9% til Sviss, 7% til Austurríkis og 3% til Hollands. En einnig voru 4% reiðhesta fluttir út til Bandaríkjanna.

Uppgefið útflutningsvirði á hrossum samkvæmt gögnum Hagstofunnar er nokkuð mismunandi eftir löndum. Fyrir árið 2024 var meðalútflutningsverð (fob) á hestum til undaneldis um 1.100.000 kr. og 866.000 kr. á reiðhestum. Sé hins vegar horft til einstakra landa, þá var meðalútflutningsverð á reiðhestum hæst til Noregs um 1.800.000 kr. og um 1.600.000 kr. til Bandaríkjanna. Meðalútflutningsverð á reiðhestum var hins vegar mun lægra t.d. til Danmerkur eða um 710.000 kr. og 660.000 kr. til Austurríkis.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...