Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunnar fjórfaldaðist útflutningur á reiðhestum frá 2017 til 2021 en útflutningur minnkaði síðan um helming árið þar á eftir. Samtals voru flutt út tæplega 1500 hross árið 2024 og þar af hátt í 700 reiðhestar.

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar hefur mest verið flutt út af hestum til undaneldis undanfarin ár en þó hefur útflutningur á reiðhestum aukist hlutfallslega meira. Þannig voru flutt út tæplega 1700 reiðhestar árið 2021 en 1330 hestar til undaneldis. Árin þar á eftir er hlutfallið nokkuð svipað en árið 2024 voru flutt inn 669 reiðhross og 707 hestar til undaneldis.

Langflest hross eru flutt út til Þýskalands og á það bæði við um hesta til undaneldis sem og reiðhesta. Þannig voru rétt innan við helmingur reiðhesta fluttir út til Þýskalands árið 2024. Ríflega 20% reiðhesta voru fluttir út til Norðurlandanna, þ.e. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, 9% til Sviss, 7% til Austurríkis og 3% til Hollands. En einnig voru 4% reiðhesta fluttir út til Bandaríkjanna.

Uppgefið útflutningsvirði á hrossum samkvæmt gögnum Hagstofunnar er nokkuð mismunandi eftir löndum. Fyrir árið 2024 var meðalútflutningsverð (fob) á hestum til undaneldis um 1.100.000 kr. og 866.000 kr. á reiðhestum. Sé hins vegar horft til einstakra landa, þá var meðalútflutningsverð á reiðhestum hæst til Noregs um 1.800.000 kr. og um 1.600.000 kr. til Bandaríkjanna. Meðalútflutningsverð á reiðhestum var hins vegar mun lægra t.d. til Danmerkur eða um 710.000 kr. og 660.000 kr. til Austurríkis.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...