Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Mynd / Hagstofa Íslands
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunnar fjórfaldaðist útflutningur á reiðhestum frá 2017 til 2021 en útflutningur minnkaði síðan um helming árið þar á eftir. Samtals voru flutt út tæplega 1500 hross árið 2024 og þar af hátt í 700 reiðhestar.

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar hefur mest verið flutt út af hestum til undaneldis undanfarin ár en þó hefur útflutningur á reiðhestum aukist hlutfallslega meira. Þannig voru flutt út tæplega 1700 reiðhestar árið 2021 en 1330 hestar til undaneldis. Árin þar á eftir er hlutfallið nokkuð svipað en árið 2024 voru flutt inn 669 reiðhross og 707 hestar til undaneldis.

Langflest hross eru flutt út til Þýskalands og á það bæði við um hesta til undaneldis sem og reiðhesta. Þannig voru rétt innan við helmingur reiðhesta fluttir út til Þýskalands árið 2024. Ríflega 20% reiðhesta voru fluttir út til Norðurlandanna, þ.e. Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, 9% til Sviss, 7% til Austurríkis og 3% til Hollands. En einnig voru 4% reiðhesta fluttir út til Bandaríkjanna.

Uppgefið útflutningsvirði á hrossum samkvæmt gögnum Hagstofunnar er nokkuð mismunandi eftir löndum. Fyrir árið 2024 var meðalútflutningsverð (fob) á hestum til undaneldis um 1.100.000 kr. og 866.000 kr. á reiðhestum. Sé hins vegar horft til einstakra landa, þá var meðalútflutningsverð á reiðhestum hæst til Noregs um 1.800.000 kr. og um 1.600.000 kr. til Bandaríkjanna. Meðalútflutningsverð á reiðhestum var hins vegar mun lægra t.d. til Danmerkur eða um 710.000 kr. og 660.000 kr. til Austurríkis.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...