Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin umferð á Snæfellsvegi
Fréttir 20. júní 2016

Aukin umferð á Snæfellsvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferðin um mælipunkt Vega­gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuðum ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%.
 
Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjarlægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. 
 
Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. 
 
Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greinilega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal­um­ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í talningu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...