Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aukin umferð á Snæfellsvegi
Fréttir 20. júní 2016

Aukin umferð á Snæfellsvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferðin um mælipunkt Vega­gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuðum ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%.
 
Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjarlægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. 
 
Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. 
 
Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greinilega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal­um­ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í talningu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...