Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukin umferð á Snæfellsvegi
Fréttir 20. júní 2016

Aukin umferð á Snæfellsvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umferðin um mælipunkt Vega­gerðarinnar við Eiðhús á Snæfellsvegi hefur það sem af er árs, eða á fyrstu fimm mánuðum ársins, aukist um 26% miðað við sama tíma í fyrra. Þegar litið er lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40%.
 
Leiða má líkur að því að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri þessa miklu aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjarlægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. 
 
Sama á reyndar við um Hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning hefur mælst í umferðinni í vetur, þar sem umferðin jókst um heil 8% í mars síðastliðnum. 
 
Umferð um Hringveginn hefur aukist umtalsvert og nær greinilega víðar, m.a. um Snæfellsveg við Eiðshús.Þegar meðal­um­ferðin frá árinu 2003–2016 er skoðuð fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs kemur í ljós í talningu Vegagerðarinnar að miklar breytingar hafa átt sér stað, umferð hefur aukist. Á fimm mánaða tímabili, í upphafi hvers árs, vex umferðin árlega um 4% á ári milli áranna 2011–2015 en tekur stökk í ár og vöxturinn nemur 26% frá fyrra ári. 
Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...