Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júní 2017

Aukin sala á illgresiseyði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sala á svokölluðum plöntu­verndarvörum jókst um 141% milli áranna 2015 og 2016. Salan fór úr 2,4 tonnum í 5,9 tonn samkvæmt niðurstöðum eftir­lits­­verkefnis Umhverfis­stofnunar. Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu var mikil sala á illgresis­eyði, að er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
 
Sala upp á 5,9 tonn af „plöntuverndarvörum” samsvarar 2,2 tonnum af virku efni. Samkvæmt áhættuvísi í aðgerðaáætlun um notkun varnarefna, sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í ágúst 2016, er miðað við að salan nemi ekki meiru en 2,4 tonnum af virku efni á ári. Salan árið 2016 var því innan marka.
 
Casoron G af markaði
 
Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016. Tollafgreiðsla minnkaði um 50% á milli áranna 2015 og 2016, en það má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en sú vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.
 
Plöntuverndarvara er skilgreind sem efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna. 
 
Illgresiseyðir í meirihluta
 
Sé skoðað hvernig notkun á plöntuverndarvörum skiptist eftir flokkum kemur í ljós að illgresiseyðir eru langstærsti hluti þeirra, eða 86% af heildarmagni vara sem settur var á markað frá 2009–2015, skordýra og sveppaeyðar eru 6–7% og stýriefni minna en 1% af heildarmagni.
 
Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna hefur það að markmiði að draga úr notkun á plöntuverndarvörum og þar með að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi. Aðgerðaráætlun er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...