Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júní 2017

Aukin sala á illgresiseyði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sala á svokölluðum plöntu­verndarvörum jókst um 141% milli áranna 2015 og 2016. Salan fór úr 2,4 tonnum í 5,9 tonn samkvæmt niðurstöðum eftir­lits­­verkefnis Umhverfis­stofnunar. Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu var mikil sala á illgresis­eyði, að er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
 
Sala upp á 5,9 tonn af „plöntuverndarvörum” samsvarar 2,2 tonnum af virku efni. Samkvæmt áhættuvísi í aðgerðaáætlun um notkun varnarefna, sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í ágúst 2016, er miðað við að salan nemi ekki meiru en 2,4 tonnum af virku efni á ári. Salan árið 2016 var því innan marka.
 
Casoron G af markaði
 
Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016. Tollafgreiðsla minnkaði um 50% á milli áranna 2015 og 2016, en það má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en sú vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.
 
Plöntuverndarvara er skilgreind sem efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna. 
 
Illgresiseyðir í meirihluta
 
Sé skoðað hvernig notkun á plöntuverndarvörum skiptist eftir flokkum kemur í ljós að illgresiseyðir eru langstærsti hluti þeirra, eða 86% af heildarmagni vara sem settur var á markað frá 2009–2015, skordýra og sveppaeyðar eru 6–7% og stýriefni minna en 1% af heildarmagni.
 
Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna hefur það að markmiði að draga úr notkun á plöntuverndarvörum og þar með að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi. Aðgerðaráætlun er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.
Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...