Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júní 2017

Aukin sala á illgresiseyði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sala á svokölluðum plöntu­verndarvörum jókst um 141% milli áranna 2015 og 2016. Salan fór úr 2,4 tonnum í 5,9 tonn samkvæmt niðurstöðum eftir­lits­­verkefnis Umhverfis­stofnunar. Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu var mikil sala á illgresis­eyði, að er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
 
Sala upp á 5,9 tonn af „plöntuverndarvörum” samsvarar 2,2 tonnum af virku efni. Samkvæmt áhættuvísi í aðgerðaáætlun um notkun varnarefna, sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í ágúst 2016, er miðað við að salan nemi ekki meiru en 2,4 tonnum af virku efni á ári. Salan árið 2016 var því innan marka.
 
Casoron G af markaði
 
Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016. Tollafgreiðsla minnkaði um 50% á milli áranna 2015 og 2016, en það má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en sú vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.
 
Plöntuverndarvara er skilgreind sem efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna. 
 
Illgresiseyðir í meirihluta
 
Sé skoðað hvernig notkun á plöntuverndarvörum skiptist eftir flokkum kemur í ljós að illgresiseyðir eru langstærsti hluti þeirra, eða 86% af heildarmagni vara sem settur var á markað frá 2009–2015, skordýra og sveppaeyðar eru 6–7% og stýriefni minna en 1% af heildarmagni.
 
Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna hefur það að markmiði að draga úr notkun á plöntuverndarvörum og þar með að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi. Aðgerðaráætlun er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...