Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auglýst eftir tillögum frá almenningi í byggðaáætlun 2017–2023
Fréttir 22. ágúst 2016

Auglýst eftir tillögum frá almenningi í byggðaáætlun 2017–2023

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu auglýsti Byggðastofnun eftir tillögum í byggðaáætlun 2017–2023. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakt form er útbúið fyrir almenning fyrir tillögugerðina og í raun í fyrsta skiptið sem óskað er eftir formlegum tillögum í byggðaáætlun frá almenningi.  Ekki er auglýstur frestur til að skila tillögum en það verður gert þegar líður á ferlið.
 
Tillögur sem gerðar verða í tillöguformið verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún tekur afstöðu til þeirra. 
 
Áætlunin skal lýsa stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni
 
Í lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, sem samþykkt voru í fyrra, kemur fram í þriðju grein um markmið byggðaáætlunar að þær skuli vera til sjö ára í senn, en áður voru þær til fjögurra ára. „Áætlunin skal lýsa stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstaka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Einnig skal gerð grein fyrir sérstökum áformum ríkisins um stuðning við atvinnulíf á skilgreindum stuðningssvæðum byggðakorts af Íslandi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt fyrir tiltekið tímabil og tengingu þeirra við sóknaráætlanir.
 
Byggðaáætlun skal unnin í umboði ráðherra af Byggðastofnun í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Við gerð byggðaáætlunar skal haft samráð við ráðuneyti, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og aðra haghafa eftir þörfum,“ segir í lögunum.
 
Fyrsta skipti sem almenningur getur sent beint inn tillögu
 
Snorri B. Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, segir að þar sem þetta sé í fyrsta skiptið sem almenningi gefst kostur á að fylla út rafrænt form og senda inn tillögur í byggðaáætlun, þá hafi tillögur frá einstaklingum eða félögum ekki fyrr ratað beint inn í byggðaáætlun. „Við höfum hins vegar haldið opna fundi við vinnslu fyrri áætlana þar sem hægt hefur verið að koma á framfæri hugmyndum. Og þar hafa vissulega verið viðraðar margvíslegar hugmyndir sem, sumar hverjar, hafa haft áhrif á innihald byggðaáætlana. Og nú þegar hafa borist tillögur til okkar í gegnum heimasvæði byggðaáætlunar. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Snorri.
 
Á vef Byggðastofnunar (byggdastofnun.is/) má nálgast frekari upplýsingar um vinnuna við nýja byggðaáætlun og eins fyrri áætlanir. Gert er ráð fyrir að drög að nýrri byggðaáætlun liggi fyrir 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra mun að svo búnu leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi.
Á vefnum kemur fram, að vegna áherslu nýju laganna um samráð gekkst Byggðastofnun á vormánuðum fyrir fundum um byggðaáætlunina í samráðsvettvöngum landshlutasamtaka sveitarfélaga og í ráðuneytunum og stefnir að annarri slíkri fundarhrinu með haustinu.
 

Skylt efni: Byggðaáætlun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...