Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Auglýst eftir tillögum frá almenningi í byggðaáætlun 2017–2023
Fréttir 22. ágúst 2016

Auglýst eftir tillögum frá almenningi í byggðaáætlun 2017–2023

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu auglýsti Byggðastofnun eftir tillögum í byggðaáætlun 2017–2023. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakt form er útbúið fyrir almenning fyrir tillögugerðina og í raun í fyrsta skiptið sem óskað er eftir formlegum tillögum í byggðaáætlun frá almenningi.  Ekki er auglýstur frestur til að skila tillögum en það verður gert þegar líður á ferlið.
 
Tillögur sem gerðar verða í tillöguformið verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og hún tekur afstöðu til þeirra. 
 
Áætlunin skal lýsa stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni
 
Í lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, sem samþykkt voru í fyrra, kemur fram í þriðju grein um markmið byggðaáætlunar að þær skuli vera til sjö ára í senn, en áður voru þær til fjögurra ára. „Áætlunin skal lýsa stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstaka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Einnig skal gerð grein fyrir sérstökum áformum ríkisins um stuðning við atvinnulíf á skilgreindum stuðningssvæðum byggðakorts af Íslandi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt fyrir tiltekið tímabil og tengingu þeirra við sóknaráætlanir.
 
Byggðaáætlun skal unnin í umboði ráðherra af Byggðastofnun í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Við gerð byggðaáætlunar skal haft samráð við ráðuneyti, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og aðra haghafa eftir þörfum,“ segir í lögunum.
 
Fyrsta skipti sem almenningur getur sent beint inn tillögu
 
Snorri B. Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, segir að þar sem þetta sé í fyrsta skiptið sem almenningi gefst kostur á að fylla út rafrænt form og senda inn tillögur í byggðaáætlun, þá hafi tillögur frá einstaklingum eða félögum ekki fyrr ratað beint inn í byggðaáætlun. „Við höfum hins vegar haldið opna fundi við vinnslu fyrri áætlana þar sem hægt hefur verið að koma á framfæri hugmyndum. Og þar hafa vissulega verið viðraðar margvíslegar hugmyndir sem, sumar hverjar, hafa haft áhrif á innihald byggðaáætlana. Og nú þegar hafa borist tillögur til okkar í gegnum heimasvæði byggðaáætlunar. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Snorri.
 
Á vef Byggðastofnunar (byggdastofnun.is/) má nálgast frekari upplýsingar um vinnuna við nýja byggðaáætlun og eins fyrri áætlanir. Gert er ráð fyrir að drög að nýrri byggðaáætlun liggi fyrir 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra mun að svo búnu leggja fram þingsályktunartillögu fyrir Alþingi.
Á vefnum kemur fram, að vegna áherslu nýju laganna um samráð gekkst Byggðastofnun á vormánuðum fyrir fundum um byggðaáætlunina í samráðsvettvöngum landshlutasamtaka sveitarfélaga og í ráðuneytunum og stefnir að annarri slíkri fundarhrinu með haustinu.
 

Skylt efni: Byggðaáætlun

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...