Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ
Fréttir 20. júlí 2017

Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa rektorsstöðu við skólann að nýju þar sem ekki hefur enn tekist að ráða eftirmann Björns Þorsteinssonar.
 
Skólinn auglýsti stöðu rektors lausa í vor og sóttu sex einstaklingar um. Háskólaráð fól þriggja manna valnefnd að fara yfir umsóknir og meta hæfi þeirra til starfans. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í júní. Háskólaráð valdi aðeins einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson, prófessor hjá NTU. 
 
Samkvæmt tilkynningu frá Háskólaráði kom hins vegar í ljós í nánari viðræðum við Hermund að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Ráðningartími var áætlaður frá 1. ágúst.
 
Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju samkvæmt tilkynningu. Jafnframt mun það vera að leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor. 
 
Núverandi rektor, Björn Þorsteinsson, óskaði eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum. Hann hefur gegnt rektorsstöðu frá 1. ágúst 2014. Björn er einnig formaður háskólaráðs.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...