Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ
Fréttir 20. júlí 2017

Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa rektorsstöðu við skólann að nýju þar sem ekki hefur enn tekist að ráða eftirmann Björns Þorsteinssonar.
 
Skólinn auglýsti stöðu rektors lausa í vor og sóttu sex einstaklingar um. Háskólaráð fól þriggja manna valnefnd að fara yfir umsóknir og meta hæfi þeirra til starfans. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í júní. Háskólaráð valdi aðeins einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson, prófessor hjá NTU. 
 
Samkvæmt tilkynningu frá Háskólaráði kom hins vegar í ljós í nánari viðræðum við Hermund að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Ráðningartími var áætlaður frá 1. ágúst.
 
Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju samkvæmt tilkynningu. Jafnframt mun það vera að leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor. 
 
Núverandi rektor, Björn Þorsteinsson, óskaði eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum. Hann hefur gegnt rektorsstöðu frá 1. ágúst 2014. Björn er einnig formaður háskólaráðs.
Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...