Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ
Fréttir 20. júlí 2017

Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa rektorsstöðu við skólann að nýju þar sem ekki hefur enn tekist að ráða eftirmann Björns Þorsteinssonar.
 
Skólinn auglýsti stöðu rektors lausa í vor og sóttu sex einstaklingar um. Háskólaráð fól þriggja manna valnefnd að fara yfir umsóknir og meta hæfi þeirra til starfans. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í júní. Háskólaráð valdi aðeins einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson, prófessor hjá NTU. 
 
Samkvæmt tilkynningu frá Háskólaráði kom hins vegar í ljós í nánari viðræðum við Hermund að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Ráðningartími var áætlaður frá 1. ágúst.
 
Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju samkvæmt tilkynningu. Jafnframt mun það vera að leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor. 
 
Núverandi rektor, Björn Þorsteinsson, óskaði eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum. Hann hefur gegnt rektorsstöðu frá 1. ágúst 2014. Björn er einnig formaður háskólaráðs.
Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...