Auðhumla yfirtekur mjólkureftirlitið frá 1. janúar 2018
Auðhumla svf. er stærsti kaupandi hrámjólkur af bændum og eini aðilinn sem selur öðrum úrvinnsluaðilum hrámjólk.
Tekur sú breyting gildi frá og með 1. janúar 2018. Mjólkureftirlitið aðstoðar mjólkurframleiðendur um allt land og verður engin breyting þar á við þessi tímamót. Auðhumla kaupir rannsóknarþjónustu svo sem. á tanksýnum og fleiru eins og áður af Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins sem rekin er af Mjólkursamsölunni ehf.