Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutafélagsins Berustaða í dómi sem kveðinn var upp 9. maí sl. Málið varðaði uppgjörsgreiðslur fyrir umframmjólk árið 2021.

Stefnandi, Berustaðir ehf., taldi að stefnda, Auðhumla, bæri að greiða fyrir umframmjólk lágmarksverð samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Auðhumla hafði hins vegar tilkynnt að greitt yrði lægra verð fyrir kaup á umframmjólkinni. Þannig yrði greitt fullt lágmarksverð fyrir fituhluta mjólkurinnar og úr henni yrðu unnar vörur fyrir innanlandsmarkað. Hins vegar yrði greitt útflutningsverð fyrir próteinhlutann, þar sem ekki yrði unnt að afsetja hann innanlands. Munaði þar um 42 krónum á lítra miðað við lágmarksverð.

Stefnandi, Berustaðir, benti á að sú ákvörðun hefði haft verulega fjárhagslega þýðingu fyrir afkomu búsins, eða sem næmi ríflega sjö milljónum króna fyrir um 172.000 lítra af framleiddri umframmjólk. Samanlögð umframmjólk allra kúabænda árið 2021 nam rúmum 3,8 milljónum lítra.

Benti stefnandi meðal annars á að samkvæmt búvörulögum ætti framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark að fara á erlenda markaði. Með því að taka ákvörðun um að skipta greiðslunni upp á fyrrnefndan hátt væru mjólkurafurðastöðvar að nota greiðslumarkskerfið og einokunarstöðu sína til að ná til sín hluta af mjólkurframleiðslunni inn á innanlandsmarkað án þess að greiða tilskilið lágmarksverð fyrir mjólkina til bænda.

Stefnda, Auðhumla, taldi ákvörðun um greiðslu fyrir umframmjólkina eiga sér málefnalegan grundvöll. Einnig vísaði það í samþykki framkvæmdanefndar búvörusamninga um að nýta mætti fituhluta umframmjólkur ársins á innanlandsmarkað.

Í dómnum kemur fram að ekki sé kveðið sérstaklega á um verðlagningu afurðastöðvar á mjólk sem er umfram heildargreiðslumark í búvörulögum. Því féllst dómurinn ekki á að lágmarksverð ætti að gilda af þeirri ástæðu að verið væri að auka við magn mjólkurafurða á innanlandsmarkaði með því að vinna vörur úr fituhlutanum. Þá taldi dómurinn stefnanda ekki hafa sýnt fram á að verðlagning Auðhumlu hafi verið ósanngjörn.

„Málsástæður stefnanda sem að þessu lúta geta ekki stofnað til réttar til þessa lágmarksverðs þótt hluti framleiðslunnar hafi verið settur á innanlandsmarkað,“ segir í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem sýknaði Auðhumlu af kröfum Berustaða og vísaði bæði aðal- og varakröfum þeirra frá dómi. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Skylt efni: Auðhumla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...