Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Mynd / Myndasafn Landgræðslunnar
Fréttir 22. mars 2016

Átta sækja um embætti landgræðslustjóra

Höfundur: MHH / smh

Umsóknarfrestur um starf landsgræðslustjóra rann út 20. mars síðastliðinn. Átta umsækjendur eru um embættið en valnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem skipar í embættið til fimm ára.

Umsækjendurnir eru:

  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Árni Bragason, forstjóri NordGen
  • Benedikt Arnórsson, bóndi
  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
  • Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
  • Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
  • Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
  • Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að unnið er að endurskoðun laga um landgræðslu, meðal annars um starfsemi stofnunarinnar. Markmiðið er sagt að efla starf við gróður- og jarðvegsvernd, uppgræðslu og sjálfbæra landnýtingu. Nýr landgræðslustjóri mun fá það verkefni að framfylgja breytingunni.

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lætur af störfum vegna aldurs þann 30. apríl næstkomandi eftir 44 ára starf.

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...