Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Mynd / Myndasafn Landgræðslunnar
Fréttir 22. mars 2016

Átta sækja um embætti landgræðslustjóra

Höfundur: MHH / smh

Umsóknarfrestur um starf landsgræðslustjóra rann út 20. mars síðastliðinn. Átta umsækjendur eru um embættið en valnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem skipar í embættið til fimm ára.

Umsækjendurnir eru:

  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Árni Bragason, forstjóri NordGen
  • Benedikt Arnórsson, bóndi
  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
  • Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
  • Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
  • Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
  • Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að unnið er að endurskoðun laga um landgræðslu, meðal annars um starfsemi stofnunarinnar. Markmiðið er sagt að efla starf við gróður- og jarðvegsvernd, uppgræðslu og sjálfbæra landnýtingu. Nýr landgræðslustjóri mun fá það verkefni að framfylgja breytingunni.

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lætur af störfum vegna aldurs þann 30. apríl næstkomandi eftir 44 ára starf.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...