Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Mynd / Myndasafn Landgræðslunnar
Fréttir 22. mars 2016

Átta sækja um embætti landgræðslustjóra

Höfundur: MHH / smh

Umsóknarfrestur um starf landsgræðslustjóra rann út 20. mars síðastliðinn. Átta umsækjendur eru um embættið en valnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem skipar í embættið til fimm ára.

Umsækjendurnir eru:

  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Árni Bragason, forstjóri NordGen
  • Benedikt Arnórsson, bóndi
  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
  • Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
  • Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
  • Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
  • Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að unnið er að endurskoðun laga um landgræðslu, meðal annars um starfsemi stofnunarinnar. Markmiðið er sagt að efla starf við gróður- og jarðvegsvernd, uppgræðslu og sjálfbæra landnýtingu. Nýr landgræðslustjóri mun fá það verkefni að framfylgja breytingunni.

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lætur af störfum vegna aldurs þann 30. apríl næstkomandi eftir 44 ára starf.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...