Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í Skotlandi hefur jafningjafræðslu verið komið af stað meðal bænda til að auðvelda þeim að tala um sínar tilfinningar.
Í Skotlandi hefur jafningjafræðslu verið komið af stað meðal bænda til að auðvelda þeim að tala um sínar tilfinningar.
Mynd / Philip Myrtorp
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni heilsu landbúnaðarstéttarinnar.

Forsvarsmenn verkefnisins, Jock Gibson og John Scott, eru báður bændur, segja stéttarbræður sína lagna í umhirðu dýra, en láti eigin sálarheilsu sitja á hakanum. Nú þegar efnahagsleg áföll dynja á landbúnaðinn hafa þeir ákveðið að innleiða áðurnefnt sálargæsluverkefni í Skotlandi. Verkefnið, sem nefnist Farmstrong, á uppruna sinn að rekja til Nýja-Sjálands, þar sem gætt hefur verið að tilfinningalegu hliðinni sem fylgir því að stunda búskap, síðan árið 2015. BBC greinir frá.

„Við eigum mjög auðvelt með að tala um dýraheilbrigði, gæði jarðvegs, gæði uppskeru og allt sem því tengist. Ég vil að það verði jafn eðlilegt að ræða eigin heilsu og það hvernig við hugsum um okkur, rétt eins og við ræðum um heilbrigði búpeningsins,“ segir Gibson, bóndi í Moray.

Scott, sem er bóndi í Ross-shire, segir erfitt að finna einhverja sem tengja við vandræðin sem bændur glíma við, þar sem þeir eru ekki stór hópur. Hann sagði mikilvægt að vinna manns væri metin til verðleika, en svo sé ekki raunin.

Scott bætir við að nú séu aðföng búin að hækka gífurlega í verði og erfitt sé að fá vinnuafl á bæina. Ef ekki gefst tækifæri til að ræða við aðra um vandamálin sem fylgja búrekstri, þá mun það leiða til einangrunar og einmanaleika.

Samkvæmt Scott eru álagspunktar á hverju ári þar sem bændur fari auðveldlega fram úr sínum andlegu mörkum. Þá sé mikilvægt að horfa á eigin venjur og leita leiða til að hlaða batteríin. Þess vegna komu félagarnir Scott og Gibson Farmstrong verkefninu á koppinn til að grípa inn í áður en menn spenna bogann of hátt.

Verkefnið er vettvangur jafningjafræðslu meðal bænda þar sem þeir geta kúplað sig frá bústörfunum og rætt við aðra í sömu stöðu.

Með þessu byggir bændastéttin upp tengsl og verður því auðveldara að taka upp símann og ræða sínar tilfinningar þegar stritið virðist óyfirstíganlegt. Einnig miðar átakið að því að bæta nætursvefn og stuðla að aukinni hreyfingu.

Skylt efni: geðheilsa

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...