Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Átak í endurvinnslu smárra raftækja
Fréttir 14. febrúar 2020

Átak í endurvinnslu smárra raftækja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úrvinnslusjóður og Umhverfis­stofnun hafa sett af stað tilraunaverkefni um söfnun raftækja í verslunum. Söfnunar­kassar hafa verið settir upp í sjö verslunum á landinu, það er í Krónunni í Lindum og Nettó í Búðakór í Kópavogi, Nettó í Grindavík, Bónus og Nettó á Egilsstöðum og Bónus og Krónunni í Vestmannaeyjum.

Raftækjaúrgangur er sá úrgangur sem er að aukast hvað mest á heimsvísu og á Íslandi er áætlað að um 7.200 tonn af raftækjaúrgangi falli til árlega. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að söfnun til endurvinnslu hafi verið slæm og einungis 37% af raftækjum skilaði sér í endurvinnslu árið 2018.

Verðmætir málmar

Raftæki innihalda oft verðmæta málma og sjaldgæf efni sem mikilvægt er að endurvinna og draga þannig úr ofnýtingu á auðlindum jarðar. Þegar vörurnar eru orðnar að úrgangi geta þær verið hættulegar umhverfinu, heilsu manna og dýra vegna spilliefna sem þær innihalda. 

Markmið tilraunaverkefnisins er að auka söfnun til endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum, ljósaperum og flúrperum með því að færa hana nær almenningi. Kassinn er hannaður til að taka við litlum raftækjum, allt upp í brauð­ristar og miðlungs­stórar fartölvur.

Meðan á verkefninu stendur mun Úrvinnslusjóður miðla upplýsingum um magntölur úrgangsins sem safnast og að verkefninu loknu verða niður­stöður um útkomu verkefnisins teknar saman. Vonast er til þess að verkefnið skili árangri og geti verið fyrirmynd fyrir viðlíka söfnun í framtíðinni.

Þau sem geta ekki nýtt sér söfnunar­kassana eða þurfa að losa sig við stærri raftæki er bent á að skila raftækjum til endurvinnslustöðva.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...