Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Átak í endurvinnslu smárra raftækja
Fréttir 14. febrúar 2020

Átak í endurvinnslu smárra raftækja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úrvinnslusjóður og Umhverfis­stofnun hafa sett af stað tilraunaverkefni um söfnun raftækja í verslunum. Söfnunar­kassar hafa verið settir upp í sjö verslunum á landinu, það er í Krónunni í Lindum og Nettó í Búðakór í Kópavogi, Nettó í Grindavík, Bónus og Nettó á Egilsstöðum og Bónus og Krónunni í Vestmannaeyjum.

Raftækjaúrgangur er sá úrgangur sem er að aukast hvað mest á heimsvísu og á Íslandi er áætlað að um 7.200 tonn af raftækjaúrgangi falli til árlega. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að söfnun til endurvinnslu hafi verið slæm og einungis 37% af raftækjum skilaði sér í endurvinnslu árið 2018.

Verðmætir málmar

Raftæki innihalda oft verðmæta málma og sjaldgæf efni sem mikilvægt er að endurvinna og draga þannig úr ofnýtingu á auðlindum jarðar. Þegar vörurnar eru orðnar að úrgangi geta þær verið hættulegar umhverfinu, heilsu manna og dýra vegna spilliefna sem þær innihalda. 

Markmið tilraunaverkefnisins er að auka söfnun til endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum, ljósaperum og flúrperum með því að færa hana nær almenningi. Kassinn er hannaður til að taka við litlum raftækjum, allt upp í brauð­ristar og miðlungs­stórar fartölvur.

Meðan á verkefninu stendur mun Úrvinnslusjóður miðla upplýsingum um magntölur úrgangsins sem safnast og að verkefninu loknu verða niður­stöður um útkomu verkefnisins teknar saman. Vonast er til þess að verkefnið skili árangri og geti verið fyrirmynd fyrir viðlíka söfnun í framtíðinni.

Þau sem geta ekki nýtt sér söfnunar­kassana eða þurfa að losa sig við stærri raftæki er bent á að skila raftækjum til endurvinnslustöðva.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...