Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sumarið var gott fyrir trjágróður ef undan er skilinn kaldur júnímánuður. Hlýja og raki efla þó ekki aðeins trén heldur einnig skaðvaldana sem herja á þau.
Sumarið var gott fyrir trjágróður ef undan er skilinn kaldur júnímánuður. Hlýja og raki efla þó ekki aðeins trén heldur einnig skaðvaldana sem herja á þau.
Mynd / sá
Fréttir 1. september 2025

Ástand skóga í meðallagi gott eftir sumarið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Barrtré döfnuðu vel í sumar en birki, ösp og víðir bera merki undangenginna slæmra ára.

Heildarástand skóga er í meðallagi. Vorið var gott en það hefur bæði áhrif á trén og skaðvalda. Staðan nú mun vera álíka og á sama tíma í fyrra. Þetta segir Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur hjá Landi og skógi á Mógilsá.

Aðspurð hvort einhver munur sé sjáanlegur á hvaða tegundir hafi dafnað best í sumar, segir hún svo vera.

„Já, barrtré dafna á heildina litið vel þetta árið. Það sér töluvert á ösp og víði en það eru afleiðingar slæmra aðstæðna í nokkur ár og er það sambland af kulda að vori, asparglyttu og ryðskemmdum. Um mitt sumar fór svo að bera á dökknandi laufblöðum á ösp og fleiri tegundum en við vitum ekki nákvæmlega hvað olli því eða hverjar langtímaafleiðingarnar verða. Líklegasta skýringin eru þurrkskemmdir vegna mikillar hitasummu, en það gerist stundum þegar trén ná ekki að dæla nógu miklu vatni í laufblöðin þegar uppgufun er mikil. Aspir eru ein af þeim tegundum sem eru sérstaklega viðkvæmar fyrir því.

Birki er líka misfallegt. Við erum sem sagt að sjá skemmdir sem urðu ekki endilega 2025 heldur frá fyrri árum sem eru að koma í ljós,“ segir Brynja.

Skaðvaldar áttu gott sumar

Þá liggur fyrir að einhverjir skaðvaldar í trjám hafa verið í uppsveiflu í sumar. Mikið sé af asparglyttu og ertuyglu á Suðurlandi og birkikemban byrjaði fljótt að skemma á Norðurlandinu. Þá hafi sveppir verið snemma á ferðinni í ár og töluvert um ryðskemmdir á Suðurlandi, svo eitthvað sé nefnt.

Norðanátt skemmdi lerki og lauftré

Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Lands og skógar, segir að sér sýnist í fljótu bragði að sumarið hafi verið heldur hagstætt um allt land, engin þurrkatíð og allir landshlutar hafi fengið hlýja daga. Vorið hafi komið með krafti og mikil hlýindi orðið í maí um allt land en svo kólnað í júní. Einhverjar skemmdir sjáist sums staðar á til dæmis lerki og lauftrjám, þar sem köld norðanáttin náði sér vel á strik. Trúlega séu það þó ekki varanlegar skemmdir að heitið geti.

Fyrir nýgróðursettar plöntur skipti sköpum að ekki verði þurrkar og þær fái næga úrkomu en sömuleiðis mjög gott að þær fái hlýja daga til að komast í vöxt. Sumarið hafi fært öllum landshlutum eitthvað af hvort tveggja.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...