Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Fréttir 16. mars 2020

Ástand sjávar vaktað

Höfundur: Vilmuvdur Hansen

Bjarni Sæmundsson, rannsókna­skip Hafrannsókna­stofnunar, lauk nýverið tveggja vikna rannsóknaleiðangri kringum landið. Leiðangurinn er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjávar.

Í leiðangrinum var mældur hiti og selta á föstum sniðum út frá landinu, en auk þess voru tekin sýni á völdum stöðvum til greiningar á næringarefnum, súrefni og koldíoxíði. Ekki tókst að mæla á öllum stöðvum vegna veðurs, sem var óvenju leiðinlegt þetta árið.

Þá var einnig sinnt nokkrum smærri verkefnum, meðal annars var lagt straummælabaujum í Patreksfirði og í Reyðarfirði og ásamt fleiri athugunum, sem er hluti af gagnaöflun vegna sjókvíaeldis. Slíkar athuganir voru einnig gerðar í Eyjafirði.

Safnað var sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Þá voru sett út hlustunardufl fyrir Háskóla Íslands, til að fylgjast með hvalaferðum djúpt út af Austurlandi og rekdufl, sem mæla umhverfisþætti og voru þau sett í sjóinn á fjórum stöðvum umhverfis landið  fyrir erlenda samstarfsaðila.

Greiningu gagna úr leiðangrinum er ekki lokið, en niðurstöðurnar munu birtast á „Vefur um sjórannsóknir“, á heimasíðu stofnunarinnar og í skýrslu,  „Ástand sjávar“, sem gefin er út reglulega. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...