Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mjaltir. Snorri Páll Harðarson að mjólka kýr í Hvammi í Eyjafirði.
Mjaltir. Snorri Páll Harðarson að mjólka kýr í Hvammi í Eyjafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. febrúar 2016

Ástand og eðli lands – val á búgreinum

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
I
Er hagkvæmni einfalt hugtak? Hvað felst í því? Sem flestar krónur í annan vasann fyrir sem fæstar úr hinum? Það kann að vera næst sanni fyrir einstakling sem hefur fjárráð og stýrir heimili. Þegar kemur að fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og ríkissjóði víkkar sjónarhornið. Eða hefur ákvörðun um hagkvæmni í reikningshaldinu ekki samfélagsáhrif eða áhrif á umhverfið? Hagur heildarinnar hefur áhrif á hag einstaklinganna sem mynda hana og öfugt. Hafi ákvörðun um hagkvæman rekstur hagræn áhrif á umhverfið (t.d. veg/vegi eða þokkalega laxveiðiá eða loftið sem við öndum að okkur) lendir sá kostnaður (eða hagnaður) að lokum á fleiri en umræddan rekstraraðila. Af þessum sökum hafa sumir hagfræðingar tekið til við að víkka út hugtakið hagkvæmni, eða öllu heldur skilgreina tvenns eða þrenns konar hagkvæmni.
 
II
Af hverju ætli ekki sé hagkvæmast fyrir Íslendinga að reka 100 fjárbú, 50 kúabú og tvö sláturhús og eina afurðastöð fyrir mjólkurvörur og aðra fyrir kjötvörur? Vissulega fáránleg spurning en hún setur samt umræðuefnið í sterkt ljós: Fjölmargir aðilar móta hverju sinni hve langt skal ganga í samþjöppun býla og fyrirtækja í landbúnaði. Hve vel ákvarðanir eru ígrundaðar, hve vítt er leitað álits hverju sinni og hvaða hugmyndir liggja að baki er frumskógur sem erfitt er að átta sig í. Að minnsta kosti fyrir flesta neytendur, jafnvel margan bóndann. Dreifing, sem andstaða við stöðuga samþjöppun, hefur margt í för með sér: Sennilega hærri tilkostnað innan greinarinnar en ella en um leið aukna fjölbreytni, styttri flutningsleiðir og minni samgöngur, meiri nánd neytenda við framleiðendurna (betri skilning þeirra á búskap?) og góða fagmennsku heilt yfir af því að menn hafa persónutengsl við sitt bú en framleiðslueiningin er ekki eins og hver önnur verksmiðja. Svo má meta til fjár, og kanna hagkvæmni þess, að hafa sem flest héruð í byggð, dreifa álagi á ýmsar auðlindir og nýta þær sem eru réttilega yrktar í sínu sjálfbæra umhverfi og jákvæða menningarlandslagi.
 
III
Tómatar eru sannanlega holl, mikilvæg, og vinsæl vara. Allt sem hér þarf af ólíkum tegundum þeirra er hægt að flytja inn en það er ekki gert. Þess í stað hefur þróast hér öflug framleiðsla vegna séraðstæðna og má telja hana ýmist lífræna ræktun með öllu eða nálægt því. Framleiðslan er töluvert dreifð og gróðurstöðvarnar víðast hvar forvitnileg blanda af tækni og vinnu mannshandar. Sumar þeirra verða meira en gróðurstöðvar. Ýmiss konar lífvænleg starfsemi fer þar fram, t.d. í ferðaþjónustu. Rétt eins og með margan annan útlenskan jarðargróður er lafhægt að anna allri innanlandsþörfinni með fleiri jarðvarmafyrirtækjum. 
 
Risastórt tómataræktarver hentar til útflutnings að ýmsum skilyrðum uppfylltum en væri í raun afturför, ef því væri ætlað að leysa sem flestar þeirra minni af hólmi. Ég tel þessa hugmyndafræði alla eiga við flestar búgreinar en veit um leið að sum bú eða fyrirtæki megi stækka. Að öllu samanlögðu er dreifing í landbúnaði oftar hagkvæmari en samþjöppun.
 
IV
Svokölluð Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa verið leyst af hólmi með nýjum markmiðum. Þau nefnast Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og gilda til 2030, alls 17 markmið. Þeirra á meðal eru þessi:
  • Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla
.
  • Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun
 .
  • Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur
.
Þarna kemur fyrir hugtakið sjálfbær hagvöxtur og augljóst að Sameinuðu þjóðirnar horfa til breiðs skilnings á því. Það á að gilda í öllum greinum matvælaframleiðslu á Íslandi. Annað er óskynsamlegt.
 
 
V
Sem neytandi hef ég lengi undrast hvernig samþjöpppun í mjólkuriðnaði hefur smám saman fjarlægst skynsamleg viðmið. Lengst af notaði ég ekki nein sérstök hugtök yfir þau en má ekki einmitt nota sjálfbæran hagvöxt eða arðbær atvinnutækifæri eða sjálfbæra iðnvæðingu? Eflaust mætti líka ræða hagkvæmnina í ljósi sjálfbærni og loftslagsmarkmiða. Hvað sem öllu líður er ný breyta komin til sögu: Áhugi neytenda á fjölbreyttum mjólkurvörum, áhugi þeirra á minni umbúðanotkun, áhugi á uppruna vara og áhugi á vörum með sem minnstum íblöndunarefnum og sem lífrænustum uppruna. Hann vex en minnkar ekki og þar inn í spilar áhugi á heilbrigðum lífsstíl og andóf gegn vaxandi „velferðarsjúkdómum“, t.d. offitu, sykursýki 2 og ofnæmi. Vissulega er ekkert af þessu orðið að megintilhneigingu en ég spái því að svo fari. Ekki má svo gleyma auknum áhuga á velferð dýra í landbúnaði. Greitt verð fyrir vöru við kaup verður æ oftar ekki einrátt við vali á henni, heldur miklu heildrænna viðmið. Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl í samkeppni við risana tvo á mjólkumarkaðinum, meira að segja í ferli kærumála. Ekki þekki ég innviði stóru fyrirtækjanna, hagsmunatengsl við framleiðendur og aðra, eða grunnstefið í stefnunni. Ég hvet bændur og búalið, forsvarsmenn stóru fyrirtækjanna og þeirra minni engu að síður að endurskoða framvinduna. Það sama á við um flesta ef ekki alla aðra framleiðslugeira landbúnaðarvara.
Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...