Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli
Fréttir 26. júní 2015

Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var  23. júní 2015 var tekið fyrir mál, Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli.  

Eftirfarandi bókun var gerð:

Erindi frá oddvita.

Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.


Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.

Bókun samþykkt samhljóða 7-0 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f