Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli
Fréttir 26. júní 2015

Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var  23. júní 2015 var tekið fyrir mál, Áskorun til Matvælastofnunar vegna varnagirðingar frá Hvalfjarðarbotni að Þórsjökli.  

Eftirfarandi bókun var gerð:

Erindi frá oddvita.

Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi bókun og sendi til MAST með afriti á ráðherra og sveitarfélög sem málið varðar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi varnargirðinga milli Vesturlandshólfs, Landnámshólfs og Grímsnes og Laugardalshólfs. Þess ber að geta að Landnámshólfið er skilgreint sýkt svæði að hluta. Girðingin sem um ræðir liggur frá Hvalfjarðarbotni við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxarhryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Ástand girðingarinnar er með öllu óviðunandi, sökum langvarandi skorts á viðhaldi. Girðingar sem er illa haldið við skapa mikla hættu fyrir og dýr og því óforsvaranlegt að þessir hlutir séu í ólagi árum saman.


Óskar sveitarstjórn skýrra svara hvernig Matvælastofnun hyggst sinna sínu lögbundna hlutverki á viðhaldi áður nefndrar girðingar. Jafnframt hvort fram hafi farið mat á viðhaldsþörf áður nefndrar girðingar innan Mast.

Bókun samþykkt samhljóða 7-0 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...