Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárhagsstöðu bænda og skora á hann að koma fram með öflugar tillögur.

Seint í október voru ráðuneytisstjórar mat­vælaráðuneytis, fjármála-­ og efnahagsráðuneytis og innviða­ráðuneytis skipaðir í starfshóp sem leggja á mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.

„Byggðarráð og stjórn Búnaðar­sambands Skagfirðinga skora á starfshópinn að koma fram með öflugar tillögur um hagkvæma endurfjármögnun lána fyrir þá bændur sem þess óska.

Jafnframt verður að tryggja að afurðaverð og stuðningur frá búvörusamningum standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu bæði manna og dýra. Í alþjóðlegum samanburði eru vinnulaun og annar framleiðslukostnaður land­ búnaðarvara á Íslandi hár, en á móti eru gæði þess sem framleitt er með því besta í heiminum.

Samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir getur því verið erfið þegar fluttar eru inn afurðir frá löndum þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en hér, m.a. vegna lægri vinnulauna, verulega meiri stærðarhagkvæmni og í mörgum tilfellum minni áherslu á velferð og aðbúnað dýra,“ segir í áskoruninni.

Einnig kemur fram að „framleiðsluferlar í hefðbundnum landbúnaði eru almennt langir með krefjandi tímabilum sem stjórnast meðal annars af tíðafari og afkastagetu. Samhliða því hafa verið tíðar breytingar á reglugerðum sem ýtt hafa bændum í kostnaðarsamar endurbætur og aukna vélvæðingu til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri.

Möguleikar bænda á að setja hækkanir eins og nú hafa dunið yfir á bæði aðföngum og í fjármagnskostnaði beint út í verðlagið eru afar takmarkaðir. Ástæður þess eru meðal annars samkeppni við innfluttar vörur sem oft og tíðum virðast ekki einu sinni rétt skilgreindar í tollaflokkum og koma því inn í landið á röngum forsendum, sem svo dregur úr möguleikum afurðastöðva að greiða ásættanlegt verð til bænda.

Stjórnvöld verða að tryggja að í landinu sé öflug framleiðsla matvæla ásamt því að þeir sem hana stunda hafi af framleiðslunni viðunandi afkomu en það er forsenda þess að ungt fólk fáist til starfa og framþróun verði í greininni, ásamt því að fæðuöryggi þjóðarinnar, byggt á innlendri framleiðslu, sé tryggt,“ segir í áskorun byggðarráðsins

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...