Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárhagsstöðu bænda og skora á hann að koma fram með öflugar tillögur.

Seint í október voru ráðuneytisstjórar mat­vælaráðuneytis, fjármála-­ og efnahagsráðuneytis og innviða­ráðuneytis skipaðir í starfshóp sem leggja á mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.

„Byggðarráð og stjórn Búnaðar­sambands Skagfirðinga skora á starfshópinn að koma fram með öflugar tillögur um hagkvæma endurfjármögnun lána fyrir þá bændur sem þess óska.

Jafnframt verður að tryggja að afurðaverð og stuðningur frá búvörusamningum standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu bæði manna og dýra. Í alþjóðlegum samanburði eru vinnulaun og annar framleiðslukostnaður land­ búnaðarvara á Íslandi hár, en á móti eru gæði þess sem framleitt er með því besta í heiminum.

Samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir getur því verið erfið þegar fluttar eru inn afurðir frá löndum þar sem framleiðslukostnaður er mun lægri en hér, m.a. vegna lægri vinnulauna, verulega meiri stærðarhagkvæmni og í mörgum tilfellum minni áherslu á velferð og aðbúnað dýra,“ segir í áskoruninni.

Einnig kemur fram að „framleiðsluferlar í hefðbundnum landbúnaði eru almennt langir með krefjandi tímabilum sem stjórnast meðal annars af tíðafari og afkastagetu. Samhliða því hafa verið tíðar breytingar á reglugerðum sem ýtt hafa bændum í kostnaðarsamar endurbætur og aukna vélvæðingu til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri.

Möguleikar bænda á að setja hækkanir eins og nú hafa dunið yfir á bæði aðföngum og í fjármagnskostnaði beint út í verðlagið eru afar takmarkaðir. Ástæður þess eru meðal annars samkeppni við innfluttar vörur sem oft og tíðum virðast ekki einu sinni rétt skilgreindar í tollaflokkum og koma því inn í landið á röngum forsendum, sem svo dregur úr möguleikum afurðastöðva að greiða ásættanlegt verð til bænda.

Stjórnvöld verða að tryggja að í landinu sé öflug framleiðsla matvæla ásamt því að þeir sem hana stunda hafi af framleiðslunni viðunandi afkomu en það er forsenda þess að ungt fólk fáist til starfa og framþróun verði í greininni, ásamt því að fæðuöryggi þjóðarinnar, byggt á innlendri framleiðslu, sé tryggt,“ segir í áskorun byggðarráðsins

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...