Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum
Fréttir 13. júlí 2015

Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að mikilvægt sé að stofnanaumgjörð ríkisins endurspegli breyttar þarfir og hafi afl til að takast á við nýjar áskoranir.

Ljóst er að með auknu álagi á náttúru landsins vegna ferðamennsku mun verða vaxandi þörf á að efla getu á þessu sviði. Þar má sérstaklega nefna þær áskoranir sem tengjast mikilli þörf á verndaraðgerðum og uppbyggingu vegna hennar, á náttúruverndarsvæðum og almennt í íslenskri náttúru.

Starfshópnum er falið að kanna ávinning af því að sameina verkefni á þessu sviði og skulu eftirfarandi leiðir kannaðar í því sambandi: Sameining þess hluta starfs Umhverfisstofnunar sem snýr að ofangreindum verkefnum og Landgræðslu ríkisins með staðsetningu í Gunnarsholti. Sameining Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins, en þá með innri aðskilnaði tilgreindra verkefna og stjórnsýslu. Áhersla verði á skilgreiningu kjarnaverkefna landsbyggðarstarfstöðva.

Starfshópinn skipa Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður og formaður hópsins, Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri hjá Landgræðslu ríkisins.

Með hópnum starfar Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi auk ritara. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir 1. nóvember 2015 og skal hann hafa samráð við helstu hagaðila.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...