Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum
Fréttir 13. júlí 2015

Áskoranir sem tengjast verndaraðgerðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að mikilvægt sé að stofnanaumgjörð ríkisins endurspegli breyttar þarfir og hafi afl til að takast á við nýjar áskoranir.

Ljóst er að með auknu álagi á náttúru landsins vegna ferðamennsku mun verða vaxandi þörf á að efla getu á þessu sviði. Þar má sérstaklega nefna þær áskoranir sem tengjast mikilli þörf á verndaraðgerðum og uppbyggingu vegna hennar, á náttúruverndarsvæðum og almennt í íslenskri náttúru.

Starfshópnum er falið að kanna ávinning af því að sameina verkefni á þessu sviði og skulu eftirfarandi leiðir kannaðar í því sambandi: Sameining þess hluta starfs Umhverfisstofnunar sem snýr að ofangreindum verkefnum og Landgræðslu ríkisins með staðsetningu í Gunnarsholti. Sameining Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins, en þá með innri aðskilnaði tilgreindra verkefna og stjórnsýslu. Áhersla verði á skilgreiningu kjarnaverkefna landsbyggðarstarfstöðva.

Starfshópinn skipa Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður og formaður hópsins, Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Stefán Guðmundsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri hjá Landgræðslu ríkisins.

Með hópnum starfar Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi auk ritara. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir 1. nóvember 2015 og skal hann hafa samráð við helstu hagaðila.
 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...