Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur BÍ í Hofi
Fréttir 9. febrúar 2017

Ársfundur BÍ í Hofi

Föstudaginn 3. mars verður ársfundur Bændasamtakanna haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem samtökin halda ársfund en Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti.
 
Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum verður haldin opin ráðstefna þar sem framtíð íslensks landbúnaðar verður til umfjöllunar undir kjörorðinu „Búskapur morgundagsins“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra ávarpar ráðstefnuna en síðan taka við fjölbreytt erindi og umræður. Meðal fyrirlesara eru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður sem fjallar um nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði og Auður Magnúsdóttir, hjá LbhÍ sem fjallar um sjálfbærni og tækifæri til aukinnar hagsældar. Þá mun Oddný Anna Björnsdóttir, sem starfar hjá Krónunni, fjalla um strauma og stefnur í versluninni. 
 
Tækniáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð því Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur mun fjalla um nýjustu tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun. Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli, segir frá reynslu sinni af vélaverktöku og ræðir tæknilausnir og hagkvæmni í þeim efnum. Í lokin mun Brynjar Már Karlsson, sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel, segja frá tækni við úrvinnslu búvara, meðal annars m.t.t. rekjanleika og upplýsingagjafar til neytenda. Ráðstefnan er öllum opin og gestum að kostnaðarlausu. 
 
Bændahátíð um kvöldið
 
Um kvöldið verður haldin bændahátíð í Hofi þar sem bændum landsins og velunnurum landbúnaðarins gefst kostur á að gera sér glaðan dag. Miðaverð er einungis 7.500 kr. fyrir félagsmenn BÍ. Fullt verð er 8.900 kr. Nánari upplýsingar um kvöldskemmtunina, skemmtiatriði og matseðil, er að finna hér á www.bondi.is og í auglýsingu í 3. tbl. Bændablaðsins á bls. 33. Miðapantanir er hægt að gera í síma 563-0300 og hér til 28. febrúar.
Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...