Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ársfundur BÍ í Hofi
Fréttir 9. febrúar 2017

Ársfundur BÍ í Hofi

Föstudaginn 3. mars verður ársfundur Bændasamtakanna haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem samtökin halda ársfund en Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti.
 
Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum verður haldin opin ráðstefna þar sem framtíð íslensks landbúnaðar verður til umfjöllunar undir kjörorðinu „Búskapur morgundagsins“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra ávarpar ráðstefnuna en síðan taka við fjölbreytt erindi og umræður. Meðal fyrirlesara eru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður sem fjallar um nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði og Auður Magnúsdóttir, hjá LbhÍ sem fjallar um sjálfbærni og tækifæri til aukinnar hagsældar. Þá mun Oddný Anna Björnsdóttir, sem starfar hjá Krónunni, fjalla um strauma og stefnur í versluninni. 
 
Tækniáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð því Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur mun fjalla um nýjustu tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun. Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli, segir frá reynslu sinni af vélaverktöku og ræðir tæknilausnir og hagkvæmni í þeim efnum. Í lokin mun Brynjar Már Karlsson, sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel, segja frá tækni við úrvinnslu búvara, meðal annars m.t.t. rekjanleika og upplýsingagjafar til neytenda. Ráðstefnan er öllum opin og gestum að kostnaðarlausu. 
 
Bændahátíð um kvöldið
 
Um kvöldið verður haldin bændahátíð í Hofi þar sem bændum landsins og velunnurum landbúnaðarins gefst kostur á að gera sér glaðan dag. Miðaverð er einungis 7.500 kr. fyrir félagsmenn BÍ. Fullt verð er 8.900 kr. Nánari upplýsingar um kvöldskemmtunina, skemmtiatriði og matseðil, er að finna hér á www.bondi.is og í auglýsingu í 3. tbl. Bændablaðsins á bls. 33. Miðapantanir er hægt að gera í síma 563-0300 og hér til 28. febrúar.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...