Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og
bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Fréttir 30. júní 2025

Arla og DMK Group sameinast

Höfundur: Þröstur Helgason

Afurðarisarnir Arla í Danmörku og víðar og DMK Group í Þýskalandi stefna nú á samruna fyrirtækjanna sem bæði eru samvinnufélög í eigu ríflega tólf þúsund kúabænda í sjö löndum í Norður-Evrópu.

Samruni félaganna var samþykktur af fulltrúaráðum félaganna 18. júní sl. Ef samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins heimila samrunann, sem stjórnendur fyrirtækjanna eru bjartsýnir á að þau muni gera, þá verður til fjórða stærsta mjólkurbú heims og það stærsta í Evrópu með áætlaðar tekjur upp á 19 milljarða evra. Sameinað félag mun hafa úr að spila 18,8 millljarða kílóa af mjólk.

Í frétt Medier Mejeri af samrunanum segir að eigendur fyrirtækjanna telji hann muni tryggja vöxt fyrirtækisins en sameinuð muni styrkleikar fyrirtækjanna nýtast eigendum betur jafnt sem starfsfólki, viðskiptavinum og neytendum.

Gert er ráð fyrir að samþykktarferlinu hjá samkeppnisyfirvöldum verði lokið á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Sameinað félag Arla og DMK Group yrði einn helsti samkeppnisaðili Mjólkursamsölunnar á mörkuðum fyrir mjólkurvörur á Íslandi og í Evrópu. Stjórnendur Mjólkursamsölunnar höfðu ekki tök á að bregðast við fréttinni.

Skylt efni: Arla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...