Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og
bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Fréttir 30. júní 2025

Arla og DMK Group sameinast

Höfundur: Þröstur Helgason

Afurðarisarnir Arla í Danmörku og víðar og DMK Group í Þýskalandi stefna nú á samruna fyrirtækjanna sem bæði eru samvinnufélög í eigu ríflega tólf þúsund kúabænda í sjö löndum í Norður-Evrópu.

Samruni félaganna var samþykktur af fulltrúaráðum félaganna 18. júní sl. Ef samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins heimila samrunann, sem stjórnendur fyrirtækjanna eru bjartsýnir á að þau muni gera, þá verður til fjórða stærsta mjólkurbú heims og það stærsta í Evrópu með áætlaðar tekjur upp á 19 milljarða evra. Sameinað félag mun hafa úr að spila 18,8 millljarða kílóa af mjólk.

Í frétt Medier Mejeri af samrunanum segir að eigendur fyrirtækjanna telji hann muni tryggja vöxt fyrirtækisins en sameinuð muni styrkleikar fyrirtækjanna nýtast eigendum betur jafnt sem starfsfólki, viðskiptavinum og neytendum.

Gert er ráð fyrir að samþykktarferlinu hjá samkeppnisyfirvöldum verði lokið á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Sameinað félag Arla og DMK Group yrði einn helsti samkeppnisaðili Mjólkursamsölunnar á mörkuðum fyrir mjólkurvörur á Íslandi og í Evrópu. Stjórnendur Mjólkursamsölunnar höfðu ekki tök á að bregðast við fréttinni.

Skylt efni: Arla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...