Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eru drifsköftin í lagi? Hér er Guðmundur Hallgrímsson með drifskaft og hlífar, en hann hefur verið iðinn við að prédika um öryggismál í sveitum.
Eru drifsköftin í lagi? Hér er Guðmundur Hallgrímsson með drifskaft og hlífar, en hann hefur verið iðinn við að prédika um öryggismál í sveitum.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Á faglegum nótum 24. mars 2015

Árangur í forvörnum er strax sjáanlegur

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í síðasta Bændablaði var athyglisverð samantekt frá Hagstofunni um störf eftir atvinnu­grein­um. Þar kom fram að 2,3% starfa á Íslandi eru tengd landbúnaði og 2,6% tengd fiskiðnaði.
 
Fyrir áratug voru mörg slys á fiskiskipaflotanum, en með réttum áherslum í forvörnum og tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna hefur slysum til sjós fækkað verulega mikið. 
 
Sjálfur var ég til sjós þegar Slysavarnaskólinn var stofnaður og sett í lög að sjómenn væru skyldugir að fara á námskeið í slysavörnum með reglulegu millibili. Ég var einn af þeim mörgu sem sagði: Þetta skilar engu, hafið tekur alltaf sitt. Að þurfa að éta þessa setningu ofan í sig er ánægjulegt. Þótt Slysavarnaskóli sjómanna kosti peninga skilar sá peningur sér til baka með betri heilsu. Brýn þörf á forvörnum við landbúnaðarstörf, það skilar sér margfalt til baka.
 
Of margir segja: Það kemur aldrei neitt fyrir mig
 
Í umferðaröryggismálum er unnið gott starf og sást árangurinn af því starfi vel á síðasta ári, en mér urðu á þau mistök í pistli um öryggismál (3. tölublað 12. febrúar.) að segja að 3 hefðu látist í umferðarslysum á síðasta ári. Rétt er að slysin voru þrjú, en í þeim létust fjórir einstaklingar. Þessa miklu fækkun umferðarslysa vil ég þakka áralangri vinnu forvarna við umferðarmál, fyrst í Umferðarráði og nú Samgöngustofu. Frá því að byrjað var að skrifa þessar stuttu greinar í Bændablaðið um efni tengt forvörnum, heilsu og umhverfi sem tengist landbúnaði má sjá örlítinn árangur þar sem greinilegt er að einhverjir eru að lesa þessa pistla, en til að hægt sé að ná meiri og betri árangri þarf meira til. Hugsun þarf að breytast úr þeirri ríku íslensku hugsun: „Það kemur ekkert fyrir mig.“ Hugsun morgundagsins ætti frekar að vera svipuð og hjá samtökum ungra bænda í Bretlandi sem er : „Ég lofa að koma heill heim.“
 
Ef þú lendir í slysi get ég það líka, nema þú varir mig við frá þinni reynslu
 
Einu aðgengilegu upplýsingarnar um slys í landbúnaði er samantekt sem kom í Læknablaðinu 2009 og unnið var úr könnun sem gerð var 2005 (nálægt 2050 býli með 100 ærgildi eða meira fengu sendan listann.) Spurningaristinn var um heilsufar, slys o.fl., svarhlutfall var rúmlega helmingur bænda (um 1100), en það skuggalega í þessum svörum var að 18,3 % bænda voru frá vinnu í meira en hálfan mánuð árið áður vegna vinnuslyss sem þeir lentu í. 18,3% af 1100 er mjög nálægt 200, en sama ár voru samkvæmt Vinnueftirlitinu bara 16 slys við landbúnaðarstörf tilkynnt. Til að hægt sé að vinna í vandamáli þarf að finna vandann og uppræta síðan. Til að varast slys þurfa að vera til upplýsingar um þessi rúmlega 180 slys sem hvergi eru skráð. Ef þú lendir í slysi get ég örugglega lent í eins slysi nema hugsanlega ef þú segir mér frá því svo að ég geti forðast slysið. 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...