Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ár bauna
Fréttir 15. janúar 2016

Ár bauna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur tilnefnt árið 2016 ár bauna. Um er að ræða baunir sem vaxa á plöntum af belgjurtaætt.

Hundruð ólíkra bauna vaxa á mismunandi tegundum belgjurta. Flestar þeirra eru ætar, næringar- og próteinríkar. Má þar nefna augn-, kjúklinga-, nýrna-, linsu- og adikibaunir. Algengasta og auðþekkjanlegasta belgjurtin á Íslandi er án vafa lúpína en fáir vita að úr baunum hennar er búið til kaffi í Sviss.

Auk þess að fræða almenning í heiminum á árinu um baunir er unnið að því á vegum FAO að búa til alþjóðlegan gagnagrunn, FAO/INFOODS Global Food Composition Database for Pulses, um baunir og nytjar á þeim. Í dag er eru baunir yfirleitt þurrkaðar eftir uppskeru enda geymast þær og halda næringargildi sínu vel þannig. 

Belgjurtir eru niturbindandi og þurfa því ekki köfnunarefnisáburð auk þess sem þær eru jarðvegsbætandi og áburðargjafi séu þær ræktaðar með öðrum plöntum eða við sáðskipti.

Samkvæmt því sem segir í kynningu FAO um belgjurtir er vatns-  og kolefnisfótsporið sem þær skilja eftir miðað við próteinmagn við ræktun miðað við aðra nytjaplöntur og ekki síst kjötframleiðslu. Þrátt fyrir að neysla á baunum geti valdið talsverðum vindgangi hjá óvönum neytendum.

Slagorð baunaársins er næringarrík fræ fyrir sjálfbæra framtíð enda baunir sagðar vera gríðarlega mikilvægar þegar kemur að fæðuöryggi komandi kynslóða.

Skylt efni: Ár bauna | FAO

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...