Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Andvökunætur kúabænda úr sögunni?
Á faglegum nótum 10. maí 2017

Andvökunætur kúabænda úr sögunni?

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrir nokkru kom á markað hérlendis burðarboði, eða skynjari, sem settur er á hala kýrinnar og nemur samdrátt og sendir bónda beint í síma skilaboð um klukkustund áður en að burði kemur. 
 
Hægt er að nota einn nema fyrir allt að 30 kýr, við lok burðar er hann færður á næstu og svo framvegis og hægt er að tengja boðin í tvo farsíma. 
 
Moocall-tækið er sniðug nýjung fyrir kúabændur sem geta fylgst vel með burði hjá sínum kúm og fá skilaboð í símann um leið og tækið nemur aukna samdrætti kýrinnar. 
 
„Moocall var kynnt á EuroTier síðastliðið haust og Fóðurblandan fékk í kjölfarið einkaumboð á Íslandi fyrir þessa frábæru nýjung fyrir bændur og búalið sem hefur farið mjög hratt um kúaheiminn allan. Í stuttu máli er þetta skynjari sem nemur aukna hreyfingu og lætur síðan vita með því að senda SMS textaskilaboð og tölvupósta. Það er 12 mánaða ábyrgð á tækinu og handhægt app sem hægt er að tengjast og fá tilkynningar í gegnum,“ útskýrir Pétur Pétursson, sölustjóri Fóðurblöndunnar. 
 
„Tækið er sett á halann á óbornu kúnni. Um klukkustund fyrir burð lætur Moocall vita þegar kýrin er að fara að bera með því að senda eiganda sínum skilaboð í símann. Moocall skynjar aukna virkni hjá kúnni og sendir skilaboð þegar virknin er búin að vera mikil í um klukkustund. Klukkutíma síðar sendir það svo önnur skilaboð um stöðuga tveggja klukkustunda virkni. Þessi nýjung er mjög góð að því leyti að létta bændum allt eftirlit með burði, spara tíma og fá fleiri kálfa á lífi,“ segir Pétur jafnframt.
 
 Um 20 þúsund nemar seldir
 
Bændur í Evrópu eru mjög hrifnir af þessari nýju tækni sem sparar þeim mikinn tíma og fyrirhöfn. 
 
„Hugmyndin að tækinu kom þegar félagi okkar, Njall Austin, sem er bóndi, missti verðmæta Charolais kýr og kálf vegna erfiðs burðar. Njall hafði velt því fyrir sér að fyrir burð er mikil virkni í hala kýrinnar og fannst hann þurfa að finna upp á einhverju sem gæti fylgst með og tilkynnt fyrirhugaðan burð til bænda. 
 
Eftir fjögurra ára þróunarvinnu á mjólkurbúum var Moocall sett á markað árið 2015. Núna hafa 20 þúsund nemar verið seldir, mest af orðsporinu einu saman, í 36 löndum! Vegna þeirra hefur verið tilkynnt um 125 þúsund árangursríka burði. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi og margir notendur orðnir að tækinu þar þó að það hafi verið stutt á markaðnum,“ segir Paul Kenny, sölustjóri Moocall í Evrópu og Ástralíu. 
 
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...