Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Andabringur, humar og hörpuskel
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. október 2016

Andabringur, humar og hörpuskel

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hörpuskel, humar og önd. Hvað er betra í haustbyrjun en að nostra við slíkt úrvals hráefni? 
 
Andabringur í vefju 
með agúrku og vorlauk
 • 2-4 stk. litlar andabringur (u.þ.b. 450 g heildarþyngd)
Fyrir kryddlög
 • 1 biti ferskt engifer, fínt saxað
 • 4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 • ¼ tsk. chilli flögur
 • 4 msk. sæt soja sósa
 • 2 tsk. sykur
 • 1 tsk. kínversk fimm kryddblanda ( má sleppa eða nota kóríanderduft)
 • Smá olía til að pensla kjötið
 • 2½ msk. Hoisin  sósa
 • 2½ msk. plómu (Plum) sósa
 • 1 meðalstór agúrka
 • 6 stórar (24 cm) hveiti tortilla, eða litlar kínverskar pönnukökur
 • 1 vorlaukur, skorinn á ská
 • 75 g súrsuður sushi engifer (skolaður)
 
Aðferð
?
Settu andabringu á bretti.
 
Snyrta skal umfram fitu burt, um fimm millimetra frá jöðrum kjötsins á hvorri hlið – og efst og neðst á hverri bringu. Skerið þvers og kruss á ská í fituna á sentimetra millibili. Blandið kryddlög í skál. Setjið andabringu í og passið að hún sé vel hjúpuð kryddleginum. Flytjið öndina í plastspoka og kælið yfir nótt eða í að minnsta kosti þrjár klukkustundir
 
Fyrir eldun. Penslið létt með olíu. Blandið hoisin- og plómusósu í skál. Skerið agúrkuna í tvennt og svo í fjórðunga með því að skera hvorn hluta langsum. Á þennan hátt getur þú tekið fræin auðveldlega úr. Svo er þetta skorið í  þunnar ræmur.
 
Öndin er elduð bleik á grilli, pönnu eða í ofni með kjarnhita um 60 °C. Setjið á grill í fjórar til fimm mínútur til að fá skinnið stökkt, en passið að fitan kveiki ekki í.
 
Takið þá öndina til hliðar og látið hvíla í að minnsta kosti fimm mínútur áðu en hún er skorin. 
Setjið á hoisin- og plómusósublönduna á vefjur og rúllið upp með sneiðum af andabringu, agúrku og vorlauk. Rúllið þétt. Setjið aftur á grillið til að hita vefjuna. Skerið á ská og framreiðið með auka sósu á kantinum og kannski smá ferskum kóríander.
 
Hvítlaukssmjör á humar
 
Humarhalar eru eitt allra besta hráefni til matargerðar og kannski bara spari. En í þessari uppskrift skal ég sýna þér hversu auðvelt það er að elda og njóta ljúffengs grillaðs humars  með hvítlaukssmjöri.  Þetta er  einföld en frábær uppskrift, sem þarf ekki að breyta.
 • 8 miðlungs humarhalar, klofnir með hníf og görnin tekin úr.
 • 50 g ósaltað smjör
 • Tvær matskeiðar af saxaðri steinselju
 • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 • Salt og pipar
 • Safi úr sítrónu
 • Svo er gott að setja smá brauðrasp og 1 eggjarauðu til að halda smjörinu á humr­inum við eldun.
 • Gott salat og nýbakað brauð til að hreinsa diskinn með

Hörpudiskur  „Ceviche“
 • 500 g lítil hörpuskel – helst íslensk úr Breiðafirði  
 • 1 stórt rautt greipaldin, börkurinn flysj­aður af og ávöxturinn skorinn í bita
 • Safi úr einni límónu (um 1/4 bolli)
 • 1/2 rauðlaukur, sneiddur 
 • 1 msk fínt saxað jalapeno (eða chili-mauk)
 • 1/2 tsk. salt
 • 1/4 tsk. ferskur malaður pipar
 • 2 matskeiðar saxað ferskt kóríander
 • 1 meðalstór avókadó, skrælt og skorið í bita
Skolið hörpudiskinn í köldu vatni og sigtið. Geymið í kæli.
 
Setjið greipaldinbita í skál. Kreistið safa af límónu og bætið í skálina. Hrærið saman við rauðlauknum, jalapeno og kryddið með salti og pipar. Bætið hörpudisk í blönduna,  hrærið saman og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir, en ekki lengur en fjórar klukkustundir. Rétt áður en stendur til að framreiða, er kóríander hrært saman við (sumir vilja setja smá gasloga á fiskinn svo hann sé hálfeldaður).
Berið fram í glerskálum eða á smjörpappír. Toppað með avókadó.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...