Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Amazon kaupir Whole Foods
Fréttir 16. júní 2017

Amazon kaupir Whole Foods

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stórfyrirtækið Amazon er að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollar. Kaupverðið nemur um 1.370 milljarðar íslenskra króna.

Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara.

Þekkt meðal íslenskra bænda

Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira.

Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði.  Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...