Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Amazon kaupir Whole Foods
Fréttir 16. júní 2017

Amazon kaupir Whole Foods

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stórfyrirtækið Amazon er að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollar. Kaupverðið nemur um 1.370 milljarðar íslenskra króna.

Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara.

Þekkt meðal íslenskra bænda

Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira.

Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði.  Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands