Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Amazon kaupir Whole Foods
Fréttir 16. júní 2017

Amazon kaupir Whole Foods

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stórfyrirtækið Amazon er að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollar. Kaupverðið nemur um 1.370 milljarðar íslenskra króna.

Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara.

Þekkt meðal íslenskra bænda

Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira.

Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði.  Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...