Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Amazon kaupir Whole Foods
Fréttir 16. júní 2017

Amazon kaupir Whole Foods

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stórfyrirtækið Amazon er að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollar. Kaupverðið nemur um 1.370 milljarðar íslenskra króna.

Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara.

Þekkt meðal íslenskra bænda

Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira.

Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði.  Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...