Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Amazon kaupir Whole Foods
Fréttir 16. júní 2017

Amazon kaupir Whole Foods

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Stórfyrirtækið Amazon er að kaupa bandarísku verslanakeðjuna Whole Foods fyrir 13,7 milljarða dollar. Kaupverðið nemur um 1.370 milljarðar íslenskra króna.

Whole Foods var stofnað í Texas árið 1978 og er með um 27% markaðshlutdeild meðal hágæða matvælaverslana í Bandaríkjunum. Það er með um 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og í Bretlandi. Þar er aðal áherslan lögð á sölu á lífrænum og vistvænum afurðum sem og tilbúnum réttum. Starfsmenn verslanakeðjunnar eru um 87.000 og í fyrra seldi fyrirtækið vörur fyrir um 16 milljarða dollara.

Þekkt meðal íslenskra bænda

Íslenskir bændur þekkja Whole Foods af góðu einu og þar hefur m.a. verið selt af og til í gegnum tíðina íslenskt lambakjöt, skyr, smjör og fleira.

Fram kom í tilkynningu frá Whole Foods að verslanirnar yrðu áfram reknar með óbreyttu sniði.  Þá mun John Mackey, sem er einn af stofnendum Whole Foods, áfram halda stöðu sinni sem forstjóri fyrirtækisins og höfuðstöðvarnar verða áfram í Austin í Texas. Ráðgert er að öllum formsatriðum vegna kaupanna verði lokið fyrir árslok 2017.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...