Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti
Fréttir 31. ágúst 2016

Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld og Alþingi að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að innleiðing aukins tollkvóta verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörulög eru birtar tillögur þess eðlis að tollkvóti fyrir upprunamerktan ost frá ESB sé opnaður að fullu af Íslands hálfu strax á fyrsta ári, en ekki í skrefum á fjórum árum eins og kveðið er á um ísamningi Íslands og ESB. Hér er tekin einhliða ákvörðun án þess að nokkuð komi á móti af hálfu ESB.

Í nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um samning þann segir: “…sjá [má] að ostur sker sig að nokkru úr þar sem samningurinn gerir ráð fyrir talsvert hærri kvóta en sem nemur árlegum innflutningi síðustu ár.”

Stjórn LK mótmælir þeirri breytingu meirihluta atvinnuveganefndar að aukinn tollkvótifyrir upprunamerktan ost sé opnaður að fullu áður en samningur við ESB tekur gildi og algjörlega einhliða þannig að Ísland fái ekki útflutningskvóta á móti. Með þessu er verið að auka innflutning á landbúnaðarafurðum án þess að innlendir aðilar hafi tækifæri til að flytja út vörur á móti. Í samningum við ESB var samið um gagnkvæma kvóta og því afar óeðlilegt af meirihluta atvinnuveganefndar að ákveða breytingar þannig að tollkvóti ESB sé opnaður strax en útflutningur á íslenskum vörum til ESB verði í áföngum yfir nokkurra ára tímabil. Að mati LK er ekki verið að verja íslenska hagsmuni með þessum hætti

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...