Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti
Fréttir 31. ágúst 2016

Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld og Alþingi að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að innleiðing aukins tollkvóta verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörulög eru birtar tillögur þess eðlis að tollkvóti fyrir upprunamerktan ost frá ESB sé opnaður að fullu af Íslands hálfu strax á fyrsta ári, en ekki í skrefum á fjórum árum eins og kveðið er á um ísamningi Íslands og ESB. Hér er tekin einhliða ákvörðun án þess að nokkuð komi á móti af hálfu ESB.

Í nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um samning þann segir: “…sjá [má] að ostur sker sig að nokkru úr þar sem samningurinn gerir ráð fyrir talsvert hærri kvóta en sem nemur árlegum innflutningi síðustu ár.”

Stjórn LK mótmælir þeirri breytingu meirihluta atvinnuveganefndar að aukinn tollkvótifyrir upprunamerktan ost sé opnaður að fullu áður en samningur við ESB tekur gildi og algjörlega einhliða þannig að Ísland fái ekki útflutningskvóta á móti. Með þessu er verið að auka innflutning á landbúnaðarafurðum án þess að innlendir aðilar hafi tækifæri til að flytja út vörur á móti. Í samningum við ESB var samið um gagnkvæma kvóta og því afar óeðlilegt af meirihluta atvinnuveganefndar að ákveða breytingar þannig að tollkvóti ESB sé opnaður strax en útflutningur á íslenskum vörum til ESB verði í áföngum yfir nokkurra ára tímabil. Að mati LK er ekki verið að verja íslenska hagsmuni með þessum hætti

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...