Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti
Fréttir 31. ágúst 2016

Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld og Alþingi að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að innleiðing aukins tollkvóta verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörulög eru birtar tillögur þess eðlis að tollkvóti fyrir upprunamerktan ost frá ESB sé opnaður að fullu af Íslands hálfu strax á fyrsta ári, en ekki í skrefum á fjórum árum eins og kveðið er á um ísamningi Íslands og ESB. Hér er tekin einhliða ákvörðun án þess að nokkuð komi á móti af hálfu ESB.

Í nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um samning þann segir: “…sjá [má] að ostur sker sig að nokkru úr þar sem samningurinn gerir ráð fyrir talsvert hærri kvóta en sem nemur árlegum innflutningi síðustu ár.”

Stjórn LK mótmælir þeirri breytingu meirihluta atvinnuveganefndar að aukinn tollkvótifyrir upprunamerktan ost sé opnaður að fullu áður en samningur við ESB tekur gildi og algjörlega einhliða þannig að Ísland fái ekki útflutningskvóta á móti. Með þessu er verið að auka innflutning á landbúnaðarafurðum án þess að innlendir aðilar hafi tækifæri til að flytja út vörur á móti. Í samningum við ESB var samið um gagnkvæma kvóta og því afar óeðlilegt af meirihluta atvinnuveganefndar að ákveða breytingar þannig að tollkvóti ESB sé opnaður strax en útflutningur á íslenskum vörum til ESB verði í áföngum yfir nokkurra ára tímabil. Að mati LK er ekki verið að verja íslenska hagsmuni með þessum hætti

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...