Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2016

Ályktað um að innheimtu búnaðargjalds skyldi hætt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nóvember síðastliðnum ályktaði formannafundur BÍ um innheimtu búnaðargjalds á þá leið að henni skyldi hætt að því tilskildu að rekstur leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og verkefna Bjargráðasjóðs yrði áfram tryggður. 
 
Stjórn BÍ og eftir atvikum samninganefnd um búvörusamninga var falið að leita samninga við stjórnvöld um hvernig staðið yrði að því að hætta innheimtu búnaðargjalds. Lagt var til að tekjur sem komið hafa til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins af búnaðargjaldi yrðu bættar með auknu framlagi til leiðbeiningaþjónustu í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins.
 
Jafnframt var í ályktun formannafundar hvatt til þess að ræða við stjórnvöld um hvernig starfsemi A-deildar Bjargráðasjóðs samrýmist hugmyndum stjórnvalda um nýjan og öflugan hamfarasjóð sem ætlað er að bæta tjón af völdum náttúruhamfara.
 
Fyrir liggur að Búnaðarþing hefur mótað stefnu um að veltutengt félagsgjald leysi tekjur af búnaðargjaldi af hólmi hvað varðar Bændasamtökin, en aðildarfélög BÍ hafa hvert sínar áherslur um hvernig þau vilja mæta þessum breyttu aðstæðum. Margt er enn óljóst um framhaldið eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn íslenska ríkinu. Bændasamtökin munu fara yfir málið á næstu dögum og þýðingu þess fyrir samtökin og bændur landsins. Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skylt efni: Búnaðargjald

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...