Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2016

Ályktað um að innheimtu búnaðargjalds skyldi hætt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nóvember síðastliðnum ályktaði formannafundur BÍ um innheimtu búnaðargjalds á þá leið að henni skyldi hætt að því tilskildu að rekstur leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og verkefna Bjargráðasjóðs yrði áfram tryggður. 
 
Stjórn BÍ og eftir atvikum samninganefnd um búvörusamninga var falið að leita samninga við stjórnvöld um hvernig staðið yrði að því að hætta innheimtu búnaðargjalds. Lagt var til að tekjur sem komið hafa til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins af búnaðargjaldi yrðu bættar með auknu framlagi til leiðbeiningaþjónustu í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins.
 
Jafnframt var í ályktun formannafundar hvatt til þess að ræða við stjórnvöld um hvernig starfsemi A-deildar Bjargráðasjóðs samrýmist hugmyndum stjórnvalda um nýjan og öflugan hamfarasjóð sem ætlað er að bæta tjón af völdum náttúruhamfara.
 
Fyrir liggur að Búnaðarþing hefur mótað stefnu um að veltutengt félagsgjald leysi tekjur af búnaðargjaldi af hólmi hvað varðar Bændasamtökin, en aðildarfélög BÍ hafa hvert sínar áherslur um hvernig þau vilja mæta þessum breyttu aðstæðum. Margt er enn óljóst um framhaldið eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn íslenska ríkinu. Bændasamtökin munu fara yfir málið á næstu dögum og þýðingu þess fyrir samtökin og bændur landsins. Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skylt efni: Búnaðargjald

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...