Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2016

Ályktað um að innheimtu búnaðargjalds skyldi hætt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nóvember síðastliðnum ályktaði formannafundur BÍ um innheimtu búnaðargjalds á þá leið að henni skyldi hætt að því tilskildu að rekstur leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og verkefna Bjargráðasjóðs yrði áfram tryggður. 
 
Stjórn BÍ og eftir atvikum samninganefnd um búvörusamninga var falið að leita samninga við stjórnvöld um hvernig staðið yrði að því að hætta innheimtu búnaðargjalds. Lagt var til að tekjur sem komið hafa til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins af búnaðargjaldi yrðu bættar með auknu framlagi til leiðbeiningaþjónustu í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins.
 
Jafnframt var í ályktun formannafundar hvatt til þess að ræða við stjórnvöld um hvernig starfsemi A-deildar Bjargráðasjóðs samrýmist hugmyndum stjórnvalda um nýjan og öflugan hamfarasjóð sem ætlað er að bæta tjón af völdum náttúruhamfara.
 
Fyrir liggur að Búnaðarþing hefur mótað stefnu um að veltutengt félagsgjald leysi tekjur af búnaðargjaldi af hólmi hvað varðar Bændasamtökin, en aðildarfélög BÍ hafa hvert sínar áherslur um hvernig þau vilja mæta þessum breyttu aðstæðum. Margt er enn óljóst um framhaldið eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn íslenska ríkinu. Bændasamtökin munu fara yfir málið á næstu dögum og þýðingu þess fyrir samtökin og bændur landsins. Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skylt efni: Búnaðargjald

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...