Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss
Fréttir 15. október 2014

Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss

Höfundur: smh

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að engar vambir fengjust lengur frá afurðastöðvum í sláturtíðinni. Nú hafa mál hins vegar þróast með þeim hætti að SAH á Blönduósi hefur tekið að sér að fullverka nokkurt magn vamba fyrir tvær verslanir Kaupáss – og komu þær í verslanir 15. október síðastliðinn.

Í blaðinu var sagt frá því að Sláturfélag Suðurlands (SS) hafi verið síðasta afurðastöðin til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alvöru vambir í sláturtíðinni, en hefði hætt því af hagkvæmnisástæðum fyrir þetta haust. Í umfjöllun blaðsins staðfesti Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri fyrir verslanir Kaupáss, þann orðróm, að talsverð eftirspurn væri eftir alvöru vömbum.

Ólafur segir að hreyfing hafi komist á málið eftir ábendingu frá húsmóður á Selfossi, sem taldi að samstarf ætti að geta náðst á milli SAH og Kaupáss um að bjóða almenningi upp á þessa vöru. „Við settum okkur í kjölfarið í samband við Kjarnafæði á Blönduósi og afleiðing þessa samstarfs er að við getum í dag boðið upp á vambir á sláturmörkuðum okkar, annars vegar í Krónunni á Selfossi og hins vegar Nóatúni í Austurveri. Við settum auglýsingu í fjölmiðla um síðustu helgi þar sem við óskuðum eftir pöntunum og við fengum á mjög stuttum tíma um þúsund pantanir.“

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá SAH á Blönduósi, segir að þeir hafi farið af stað með hálfhreinsaðar vambir eftir að Matvælastofnun gaf grænt ljós á þá vöru. „Í framhaldinu tókum við ákvörðun um að fullhreinsa einn dag og selja Kaupási í eina stóra pöntun. Þetta hefur svo hlaðið utan á sig og við erum að hreinsa í fleiri pantanir fyrir Kaupás. 

Þegar þetta flæði er komið af stað getum við einnig boðið fullhreinsaðar vambir á heimamarkaði einhverja daga fram að mánaðarmótum.“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...