Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla
Fréttir 27. apríl 2017

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Fuglarnir hafa nú flestir yfirgefið vetrarstöðvarnar og eru komnir til varpstöðva sinna á Íslandi.

Á heimasíðu Matvælastofnunar er minnt á að enn er í gildi aukið viðbúnaðarstig vegna hættu á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu geti borist frá villtum fuglum í alifugla og aðra fugla í haldi. Mast segir að greiningum á fuglaflensu í Evrópu hafi fækkað undanfarið en enn eru taldar nokkrar líkur á að það berist með farfuglum hingað til lands.
Hækkað viðbúnaðarstig

Hinn 23. mars síðastliðinn var viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu aukið með auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis nr. 241/2017, sem kveður á um auknar smitvarnir.

Tilfellum fækkað í Evrópu

Undanfarið hefur greiningum á alvarlegu afbrigði fuglaflensu af sermisgerðinni H5N8 fækkað á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Fækkunin er að hluta skýrð með því að í Evrópu er komið vor og í hærra hitastigi minnkar fjöldi virkra fuglaflensuveira hraðar en þegar kalt er.

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslensku farfuglanna, sem þeir hafa nú flestir yfirgefið og eru komnir til landsins.

Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, telur að enn sé ekki útilokað að fuglarnir hafi borið veiruna til landsins. 

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...