Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2022

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Deild hrossabænda leggur áherslu á kynningu á starfi hrossa­­bænda og aukna þátttöku þeirra sem stunda hrossabúskap. Fyrir Búnaðarþinginu liggur til­laga frá deildinni er lýtur að mikilvægi WorldFengs, uppruna­ættbókar íslenska hestsins.

„Eitt af því sem við í deild hrossabænda þurfum að gera og er aðkallandi er að auka þátttöku þeirra sem eru að stunda hrossabúskap í stórum og smáum stíl til að efla okkar búgreinadeild. Það á reyndar ekki bara við um hrossabændur en auka þarf þátttöku allra bænda í Bændasamtökunum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda.

„Helstu áherslur hrossabænda í tengslum við komandi Búnaðarþing er að kynna hvað starfið okkar gengur út á og hvaða þættir í okkar starfi eru mikilvægastir. Fyrir þingið mun koma tillaga sem samþykkt var á Búgreinaþinginu og varða mikilvægi þess að staðið sé vörð um ættbók íslenska hestsins, Worldfeng, en ættbókin er alger miðja í öllu okkar starfi og varðar ræktun hestsins um víða veröld,“ segir Sveinn.

„Þá má einnig nefna, þó að ekki liggi fyrir beint tillaga þess efnis, að þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um ræktun hestsins er afar mikilvæg enda er Ísland upprunalandið og mikilvægt að við stöndum vörð um það.“

Þá segir Sveinn að þátttaka hrossabænda í markaðsverkefninu Horses of Iceland sé farvegur þeirra í kynningu á hestinum og hestamennskunni. „Ánægjulegt að segja frá því að nú er búið að tryggja samstarfið út árið 2025, sem við erum ákaflega stolt af og ánægð með.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...