Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Sveinn Steinarsson, formaður Búgreinadeildar hrossabænda.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2022

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Deild hrossabænda leggur áherslu á kynningu á starfi hrossa­­bænda og aukna þátttöku þeirra sem stunda hrossabúskap. Fyrir Búnaðarþinginu liggur til­laga frá deildinni er lýtur að mikilvægi WorldFengs, uppruna­ættbókar íslenska hestsins.

„Eitt af því sem við í deild hrossabænda þurfum að gera og er aðkallandi er að auka þátttöku þeirra sem eru að stunda hrossabúskap í stórum og smáum stíl til að efla okkar búgreinadeild. Það á reyndar ekki bara við um hrossabændur en auka þarf þátttöku allra bænda í Bændasamtökunum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður deildar hrossabænda.

„Helstu áherslur hrossabænda í tengslum við komandi Búnaðarþing er að kynna hvað starfið okkar gengur út á og hvaða þættir í okkar starfi eru mikilvægastir. Fyrir þingið mun koma tillaga sem samþykkt var á Búgreinaþinginu og varða mikilvægi þess að staðið sé vörð um ættbók íslenska hestsins, Worldfeng, en ættbókin er alger miðja í öllu okkar starfi og varðar ræktun hestsins um víða veröld,“ segir Sveinn.

„Þá má einnig nefna, þó að ekki liggi fyrir beint tillaga þess efnis, að þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um ræktun hestsins er afar mikilvæg enda er Ísland upprunalandið og mikilvægt að við stöndum vörð um það.“

Þá segir Sveinn að þátttaka hrossabænda í markaðsverkefninu Horses of Iceland sé farvegur þeirra í kynningu á hestinum og hestamennskunni. „Ánægjulegt að segja frá því að nú er búið að tryggja samstarfið út árið 2025, sem við erum ákaflega stolt af og ánægð með.“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...