Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit
Fréttir 16. ágúst 2016

Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit

Beitarmál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Það er því mikill fengur í alþjóðlegri ráðstefnu um búfjárbeit sem verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 12.-15. september. Ráðstefnan er styrkt af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra þróun. Norræni genabankinn – NordGen – stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Landgræðslu ríkisins.

Búfjárhald og beit hefur umtalsverð áhrif á vistkerfi heimsins. Búfjárbeit á úthaga er einkum stunduð á jaðarsvæðum sem henta ekki til annars búskapar. Þar hefur hún mjög víða leitt til alvarlegrar landeyðingar. Annarsstaðar hefur beit mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem beri að varðveita. En nú eru breytingatímar. Æ meiri kröfur eru gerðar um sjálfbærni, þar með um sjálfbæra nýtingu beitilands. Þess vegna dugir ekki lengur að hugsa eingöngu um afköst og hversu mikið sé hægt að framleiða hér og nú. Stjórn og stefnumótun í landbúnaðarmálum þarf að mótast af fleiru en því hversu mikið hægt er að framleiða. Þar er nefnd aðlögun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, beit og landeyðingu, verndun beitarlandslags, beit og fæðuöryggi auk lagaumhverfis og stuðningskerfa beitarbúskapar.

Allt þetta verður til umræðu á ráðstefnunni á Hótel Natura dagana 12.-15. september. Þar koma til leiks sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn til að ræða beitarmál á Norðurlöndunum og víðar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar er að finna á www.nordicgrazing2016.org .

Skylt efni: búfjárbeit

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...