Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Alþingi hafnaði „hráakjötinu“ alfarið
Lesendarýni 4. mars 2019

Alþingi hafnaði „hráakjötinu“ alfarið

Höfundur: Jón Bjarnason
Það var ófrávíkjanlegt skilyrði Alþingis fyrir samþykkt sk. matvælalöggjafar  Evrópu­sambandsins 2009 að áfram væri bann við innflutningi á hráu ófrosnu kjöti, hráum eggjum, ógerilsneyddum mjólkurvörum og hráum ósútuðum skinnum.
 
 Málið hafði fjórum sinnum verið lagt fyrir Alþingi Íslendinga sem hafnaði því afdráttarlaust að leiða „matvælapakka ESB“ í heild sinni sinni í íslensk lög þrátt fyrir  yfirlýsingu sameiginlegu EES nefndarinnar á sínum tíma um að það yrði gert.
 
Lýðheilsa og heilbrigði búfjár er ekki verslunarvara
 
Jón Bjarnason.
Það var mat Alþingis 2009 að það væri réttur Íslendinga að ákveða sjálfir öryggiskröfur sínar varðandi vernd heilsu manna og dýra og á þeim forsendum var „matvælapakkinn“ samþykktur á Alþingi með skýrt skilgreindum frávikum.
 
Heilbrigði íslenskra  búfjárkynja og lýðheilsa þjóðarinnar  er á pólitískri ábyrgð íslenskra stjórnvalda en ekki verslunarvara í almennri samkeppni  sem lýtur lögmálum frjálsra viðskipta.  Á þeim forsendum var „matvælakaflinn“ samþykktur á Alþingi, annars hefði hann aldrei verið afgreiddur.
 
Mín skoðun sem ráðherra á þeim tíma er sú að „Matvælakafli“ ESB og innleiðing hans sé allur fallinn úr gildi eftir dóm Hæstaréttar í málinu. Í meðferð þingsins voru öll þessi ákvæði samningsins óaðskiljanleg og ekki hægt að fella einn þátt úr gildi án þess að það taki til samningsins í heild. Alþingi var því fullkomlega ljós á þeim tíma alvara málsins.
 
Gangur málsins á Alþingi
 
Við innleiðingu á „matvælapakka“ ESB þurfti að breyta ýmsum lögum.
 
Mest var tekist á um hráakjötið, breyting á þeim undanþágum sem Ísland hafði haft frá I. kafla í viðauka I við EES samninginn, þ.e. undanþága frá frjálsu flæði á lifandi dýrum, hráum sláturafurðum o.fl.
Lögð voru fram fjögur frumvörp fyrir jafnmörg þing  sk. bandormar til breytinga á ofangreindum lögum, sem öll fylgja hér með, merkt frv.1-4.
 
Fyrst var lagt fram frumvarp á vorþingi 2008 (135. löggjafarþ. þskj. 825-524. mál, merkt hér frv. 1). Í því var gert ráð fyrir að leyfisveitingakerfi fyrir hrátt kjöt o.fl. yrði fellt niður.  Það frumvarp mætti mikilli andstöðu í þingnefnd og var ekki afgreitt.
 
Næsta frumvarp (frv. 2) sama efnis var lagt fram í janúar 2009 (136. löggjafarþ. þskj. 418-258. mál). Það mætti áfram mikilli andstöðu  og var heldur ekki afgreitt úr þingnefnd.
Frumvarp 3 var lagt fram á sumarþingi 2009 (137. löggjafarþ. þskj. 241-147. mál). Þar var gerð sú meginbreyting að innflutningur á hráum sláturafurðum o.fl. var áfram gerður leyfisskyldur m.a með frystikvöðum.
 
Þetta frumvarp varð  heldur ekki að lögum, en fjórða frumvarpið var lagt fram haustið 2009 (138. löggjafarþ. þskj. 17-17. mál). 
 
Í því frumvarpi var ein efnisleg breyting frá því þriðja, þ.e. að bætt var við hráum eggjum, ósótthreinsuðum hráum skinnum og húðum við bannvörur í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim (32. gr. frv.).Þetta frumvarp varð að lögum nr. 143/2009.
 
Alþingi hafnaði „hráakjötinu“ alfarið
 
Það var fullreynt sumarið 2009 að  lög sem heimiluðu innflutning á hráu ófrosnu kjöti yrði ekki afgreidd á Alþingi.
 
Því var ákveðið í frumvarpinu sem flutt var sumarið 2009 að halda innflutningsbanninu og frystiskyldunni, en tekið fram í greinargerð að það væri ekki í samræmi við samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar.  Þannig var málið einnig kynnt  í ríkisstjórn og fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna.
Sjávarútvegs- og landbúnaðar­nefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu 2009 að bannið við innflutningi á hráu ófrosnu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk væri  í samræmi við það sem Ísland hafði samið um við EES og vísaði þar til 13. gr. EES-samningsins.  Þannig var frumvarpið samþykkt samhljóða og  mótatkvæðalaust á Alþingi  sumarið 2009. Það var mín ætlan sem ráðherra að fylgja þessum málum eftir beint á pólitísku plani við stjórnendur ESB en fékk því miður ekki ráðrúm og tíma til þess. 
 
Þjóðaröryggismál í höndum forsætisráðherra
 
Hér er um eitt dýrasta lýðheilsumál þjóðarinnar að ræða og mikið í húfi. Ég legg til að forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, taki matvælalöggjöfina og „hráakjötsmálið“ beint upp í viðræðum við þjóðarleiðtoga ESB og leiti eftir staðfestingu þeirra á sameiginlegum skilningi þjóðanna á þessu mikilvæga hagsmunamáli Íslendinga
 
Jón Bjarnason,
fyrrum landbúnaðarráðherra
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...