Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Allt saman tilfinning og túlkun
Mynd / Ragnar Hólm Ragnarsson
Í deiglunni 15. júní 2018

Allt saman tilfinning og túlkun

Höfundur: Gunnar Bender
Ragnar Hólm Ragnarsson er kunnur fyrir skrif sín um fluguveiði. Fyrir röskum áratug gaf hann út bókina „Fiskar & menn“ sem fjallaði um ýmsa afkima veiðinnar. Hann er annar ritstjóra veftímaritsins Flugufrétta en skrifar að auki fyrir blöð og tímarit, til að mynda Sportveiðiblaðið.
 
Á síðasta ári ræddi Bændablaðið við Ragnar um samtvinnun veiða og vatnslita en nú hefur hann tvinnað þetta enn betur saman með því að vatnslita veiðimenn. Vatnið er Ragnari hugleikið. Hann veiðir úr því fiska og málar úr því myndir. „Vatnslitirnir verða sífellt fyrirferðarmeiri í lífi mínu á kostnað vatnafiskanna,“ sagði Ragnar Hólm þegar við hittum hann á Akureyri í síðustu viku.
 
Ragnar Hólm í veiði með dóttur sinni, Aðalheiði Önnu, núna í vor.
„Auðvitað hef ég enn þá gaman af því að veiða fisk á flugu en það er ekki síður gaman að veiða þokkalega vatnslitamynd. Ég hef verið mest í landslaginu en nú er ég farinn að blanda aðeins inn í það veiðimönnum.“ 
 
– Ertu þá með pensilinn á lofti þegar vinirnir veiða?
 
„Nei, það er sjaldnast hægt því menn fara hratt yfir og færa sig ótt og títt þannig að ljós og skuggar breytast hratt á fígúrunum. Ég hef frekar gert þetta þannig að leggjast kannski í grasið og horfa á félagana, reynt að sjá fyrir mér mótífið og síðan tek ég nokkrar myndir og miða við þær þegar ég mála um kvöldið eða einhvern tímann síðar.“ 
 
– Eru veiðimenn þekkjanlegir á myndunum?
 
„Nei, það vona ég ekki. Enda hef ég engan áhuga á því að mála smáatriðin. Ég er líklega impressjónisti fram í fingurgóma. Ég reyni að fanga tilfinningu, hreyfingu og hughrif. Það eru aðrir í því að taka ljósmyndir af veiðimönnum og veiðigræjum. Ég er meira í stemningunni, litbrigðum vatnsins, íhygli veiðimannsins.“
 
– Hefur þér þá ekki dottið í hug að mála þekkta veiðistaði?
 
„Einhvern tímann þegar ég var unglingur fór ég með föður mínum í Langá á Mýrum og litaði myndir af nokkrum þekktum veiðistöðum þar með pastelkrít. Það voru ágætar myndir sem foreldrar mínir eiga uppi á vegg. Ég held að þær séu fjórar eða fimm. Og nýlega skoraði útséður veiðimaður á mig að mála vatnslitamyndir af helstu veiðistöðum í þekktustu laxveiðiám landsins og selja ríkum útlendingum.
 
Gallinn er bara sá að þótt mér þyki gaman að selja eina og eina mynd þá er þetta enginn bisness hjá mér – þetta er ástríða líkt og fluguveiðin. Ég mála það sem kveikir í mér en fæ hálfgert kvíðakast ef ég er beðinn að mála ákveðið mótíf. Þetta er allt saman tilfinning og túlkun beint frá hjartanu.“
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...