Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Þessir kátu krakkar voru í Ögri að njóta lífsins á dögunum. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku eftir að vera búin að aðstoða við að safna saman timbri í lítinn bálköst.
Mynd / Hafliði Halldórsson
Líf&Starf 22. ágúst 2017

Allt með ævintýrablæ í Ögri

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í Ögri í Ísafjarðardjúpi reka eigendur jarðarinnar ferðaþjónustuna Ögur­ferðir yfir sumarið. Þjónustan samanstendur af kayakferðum með leiðsögn um Djúp með áherslu á náttúruna og sögu svæðisins.
 
Ferðaúrvalið spannar frá dagsferðum upp í nokkurra daga ferðir. Í Ögri er einnig rekið lítið kaffihús sem gaman er að heimsækja. Þá er haldið í gamla ballhefð en eigendur halda Ögurs-sveitaball með gamla laginu á hverju sumri. Þar með er viðhaldið hefð sem er a.m.k. jafngömul Samkomuhúsinu í Ögri sem var byggt árið 1926.
 
Hafliði Halldórsson, matreiðslu­meistari, er einn af þeim sem standa að ballinu en að hans sögn gekk það geysilega vel. „Um 400 manns mættu á svæðið og megnið af gestunum tjaldaði í Ögri. Bandið Þórunn og Halli léku fyrir dansi og eru æviráðin eins og góðir ríkisstarfsmenn. Það var góð stemning á ballinu og framkoma og umgengni gesta til fyrirmyndar,“ sagði Hafliði. 
 
Íbúðarhúsið í Ögri til vinstri og samkomuhúsið til hægri. Mynd / Elísabet Reynisdóttir

 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...