Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Algjör draumur
Hannyrðahornið 12. desember 2018

Algjör draumur

Höfundur: Handverkskúnst
Nýttu þér 30% afsláttinn og prjónaðu þetta dúnmjúka teppi fyrir veturinn. Teppið er prjónað úr tveimur þráðum af Drops Air sem fæst í 20 litbrigðum og 3 nýir litir væntanlegir. 
 
Stærð:  um 100x120 cm
 
Garn: Drops Air fæst í Handverkskúnst
- perlugrár nr 03: 600 gr
 
Prjónar: Hringprjónn (80 cm) nr 10 – eða þá stærð sem þarf til að 9 lykkjur og 12 umferðir í sléttu prjóni verði 10x10 cm. Kaðlaprjónn.
 
Teppi: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón með 2 þráðum af Drops Air.
 
Fitjið upp 108 lykkjur á hringprjón nr 10 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón (2 garðar), prjónið síðan frá réttu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, A.1 yfir næstu 32 lykkjur, A.2 (= 38 lykkjur), A.4 yfir næstu 32 lykkjur, 3 lykkjur garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 120 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.3 (= 50 lykkjur) yfir lykkjur í stað A.2, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. 
 
Prjónið þar til stykkið mælist 120 cm er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal í A.3 = 108 lykkjur á prjóninum. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af. 
 
Gangið frá endum og þvoið stykkið.
 
Með prjónakveðju, 
mæðgurnar í Handverkskúnst,
www.garn.is.
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...