Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fjöldi gesta sótti Síldarminjasafnið á Siglufirði heim á liðnu ári, eða ríflega 22 þúsund manns.
Fjöldi gesta sótti Síldarminjasafnið á Siglufirði heim á liðnu ári, eða ríflega 22 þúsund manns.
Mynd / Síldarminjasafnið
Fréttir 19. janúar 2016

Aldrei fyrr fleiri gestir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta.
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Síldarminjasafnsins að hæst hlutfall gesta á safninu á liðnu ári voru þeir sem komu á eigin vegum, um 52%. Þá komu 38% með skipulögðum hópferðum og 10% gesta sóttu ein­staka viðburði, svo sem síldarsaltanir eða tónleika í húsakynnum safnsins.
 
Allt útlit er fyrir að árið 2016 verði safninu hagstætt en nú, fyrstu vikuna í janúar, liggja fyrir um 150 bókanir fyrir árið auk þess sem 14 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar.

Skylt efni: Síldarminjasafnið

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...