Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Albatrosum fækkar
Fréttir 27. mars 2019

Albatrosum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaáhugamenn og aðrir um­­hverfis­sinnar segja að af 22 tegundum albatrosa í heiminum séu 15 í útrýmingarhættu. Megin­ástæða þess er sögð vera að fuglarnir veiðist sem meðafli lang­línubáta.

Upplýsingar frá gervihnöttum sýna að albratrosum í heiminum fækkar stöðugt og að fjöldi fuglanna veiðist á línu túnfiskveiðibáta og annarra langlínubáta. Talið er að innann við 15% langlínubáta geri þær varúðarráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að fuglarnir veiðist á línu.

Áætlað er að tugþúsundir albatrosa drepist á hverju ári eftir að hafa steypt sér í hafið eftir beitu langlínubáta og fest á öngli. Auk albatrosa er beita eftirsótt af öðrum tegundum sjófugla, skjaldbökum og smáum hvölum.

Samkvæmt Global Fishing Watch eru nútímafiskveiðar ástæða þess að stofnum albatrosa í heiminum hefur fækkað um þrjá fjórðu undanfarna áratugi. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...