Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Albatrosum fækkar
Fréttir 27. mars 2019

Albatrosum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaáhugamenn og aðrir um­­hverfis­sinnar segja að af 22 tegundum albatrosa í heiminum séu 15 í útrýmingarhættu. Megin­ástæða þess er sögð vera að fuglarnir veiðist sem meðafli lang­línubáta.

Upplýsingar frá gervihnöttum sýna að albratrosum í heiminum fækkar stöðugt og að fjöldi fuglanna veiðist á línu túnfiskveiðibáta og annarra langlínubáta. Talið er að innann við 15% langlínubáta geri þær varúðarráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að fuglarnir veiðist á línu.

Áætlað er að tugþúsundir albatrosa drepist á hverju ári eftir að hafa steypt sér í hafið eftir beitu langlínubáta og fest á öngli. Auk albatrosa er beita eftirsótt af öðrum tegundum sjófugla, skjaldbökum og smáum hvölum.

Samkvæmt Global Fishing Watch eru nútímafiskveiðar ástæða þess að stofnum albatrosa í heiminum hefur fækkað um þrjá fjórðu undanfarna áratugi. 

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...